Gabapenstad
Verkjalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Gabapentín
Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 1. júlí, 2019
Gabapenstad inniheldur virka efnið Gabapentin. Lyfið er notað við flogaveiki og útlægum taugaverkjum. Flogaveiki getur orsakast af heilaskaða eða gengið í erfðir. Margar undirtegundir flogaveiki hafa verið skilgreindar eftir einkennum sem fylgja flogunum og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan þau ganga yfir. Einkenni flogaveiki stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og hárri tíðni taugaboða. Breytingarnar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans (hlutaflog) eða náð yfir stóran hluta hans (alflog). Verkunarháttur gabapentíns er ekki að fullu skýrður en lyfið er notað eitt og sér við hlutaflogum eða sem viðbótarmeðferð við hlutaflogum þegar önnur lyf hafa ekki gefið viðunandi árangur. Lyfið er einnig notað gegn langvinnum verkjum af völdum taugaskemmda, eins og á við mörg önnur flogaveikilyf. Ýmsir sjúkdómar geta valdið útlægum taugaverkjum, það er í fótleggjum og/eða handleggjum, t.d. vegna sykursýki og ristli. Lýsingar á taugaverkjum geta meðal annars verið: hiti, sviði, sláttur, skot, stunga, nístandi, krampar, verkir, stingur, dofi, náladofi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára, við flogaveiki: 900-3600 mg á dag. Börn 6-12 ára, við flogaveiki: Skammtar eru háðir líkamsþyngd. Fullorðnir, við taugrænum verkjum: 900-3600 mg á dag. Töflurnar og hylkin gleypist heil með vatnsglasi. Lyfið má taka með eða án matar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið, en hámarks blóðþéttni næst eftir 2-3 klst.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta skal töku lyfsins hægt og rólega í samráði við lækni þar sem sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins hættir, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni ofskömmtunar eru sundl, tvöföld sjón, þvoglumæli, meðvitundarleysi, svefnhöfgi, og vægur niðurgangur.
Langtímanotkun:
Lyfið getur verið ávanabindandi. Þeir sem hafa sögu um misnotkun eða ávanabindingu gagnvart lyfjum skulu hafa samband við lækni.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru algengar við meðferð flogaveikilyfja. Aukaverkanirnar eru yfirleitt vægar og ganga venjulega yfir á 2 vikum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin eða minnkuð matarlyst | |||||||
Áverkar af völdum slysa | |||||||
Breytt húðskyn | |||||||
Getuleysi | |||||||
Gula | |||||||
Háþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hósti og nefrennsli | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Krampar, skjálfti, ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Minnis- og taltruflanir | |||||||
Munnþurrkur, sár í munni | |||||||
Mæði | |||||||
Ósjálfráðar augnhreyfingar og sjóntruflanir | |||||||
Svefnleysi, svefnhöfgi | |||||||
Sýkingar | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þrymlabólur | |||||||
Þunglyndi | |||||||
Þyngdaraukning, bjúgur | |||||||
Taugaveiklun, kvíði, skapbreytingar | |||||||
Minnkun viðbragða | |||||||
Vandamál í tönnum og tannholdi | |||||||
Verkir, almenn vanlíðan, hiti | |||||||
Hiti, kuldahrollur, mæði, hósta og slímmyndun | |||||||
Kviðverkir sem dreifist til baks og uppköst. |
Milliverkanir
Ef sýrubindandi lyf eru gefin samtímis gabapentíni minnkar nýting þess. Því er æskilegt að taka lyfið u.þ.b. 2 klst. eftir að sýrubindandi lyf er tekið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Dropizol
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Morfin Abcur
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Ríflúxín
- Sufenta
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hefur átt við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða.
Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Ekki er mælt með að hafa barn á brjósti meðan lyfið er tekið.
Börn:
Flogaveiki: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Taugrænir verkir: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir nema þeir séu með nýrnakvilla.
Akstur:
Auk þeirra áhrifa sem flogaveikin hefur sjálf, getur lyfið skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl meðan lyfið er tefið fyrr en þú veist hvaða áhrif lyfið hefur á hæfni þína til þess. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs sem krefst óskertrar árvekni.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins og því á ekki að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Fíknarvandamál:
Tilkynnt hefur verið um tilvik misnotkunar og ávanabindingar gabapentíns. Ræddu við lækni þinn ef þú ert með sögu um misnotkun eða ávanabindingu.
Annað:
Lyfið inniheldur Laktósa.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.