Dropizol

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ópíum

Markaðsleyfishafi: Pharmanovia A/S | Skráð: 1. júní, 2018

Dropizol er jurtalyf sem inniheldur ópíum. Ópíum er unnið úr aldini Ópíumvalmúans (Papaverin somniferum) og er morfín aðal virka innihaldsefnið í ópíum. Ópíum hefur áhrif víða í líkamanum þar sem ópíumviðtakar eru að finna vítt og dreyft í taugakerfinu en einnig í minna mæli í sáðrás, hnjáliðum, hjarta og æðakerfinu og í meltingarveginum. Morfín er fyrst og fremst notað sem sterkt verkjastillandi lyf en auk þess getur lyfið meðal annars dregið úr hósta og valdið hægðatregðu. Í meltingaveginum hægir ópíum meðal annars á þarmahreyfingum og hamlar magatæmingu. Lyfið Dropizol er notað við alvarlegum niðurgangi hjá fullorðnum þegar önnur stoppandi meðferð hefur ekki dugað. Lyfið er mjög ávanabindandi, bæði líkamleg og andleg, og því á aðeins og nota lyfið í eins skammtan tíma og mögulegt er.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Dropar til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
5-10 dropar 2-3 svar á dag. Skammtar eru einstaklingsbundnir og skal nota eins lágan skammt og í eins stuttan tíma og mögulegt er. Taka má inn dropana óþynnta eða blanda þeim í glas af vatni en drekka skal vatnið strax eftir blöndun.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má aðeins nota í 4 vikur frá því glasið var fyrst opnað.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Ef þú tekur of mikið Dropizol getur þú fundið fyrir minnkuðum sjáöldrum, hægum hjartslætti, lágum blóðþrýstingi, lungnabjúg, öndunarerfiðleikum og skertri meðvitund sem getur leitt til dás.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á bragðskyni og lyktarskyni          
Erfiðleikar með þvaglát          
Hægðatregða, meltingartruflanir og munnþurrkur          
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Öndunarerfiðleikar          
Mæði, kvíði, blámi á vörum, fingrum og tám, höfuðverkur        

Milliverkanir

Dropizol getur aukið hættu á öndunarbælingu, slævingu og dái sé það notað með öðrum lyfjum sem hafa áhrif bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Til þeirra lyfja teljast til dæmis þunglyndislyf, sefandi lyf, svefnlyf, almenn svæfinga- og deyfingalyf, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf og áfengi. Því þarf að fylgjast mjög náið með sjúklingum sem fá þessi lyf samtímis Dropizol.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með gláku
  • hvort þú sért með eða hefur verið með sár í maga eða skeifugörn
  • hvort þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú sért með eða hafir fengið gallsteina
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjartabilun
  • þú sért með magabólgur eða bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú sért með þvagtregðu eða stækkun í blöðruhálskirtli
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért eða hefur áður verið háð/háður ópíumefnum
  • þú sért með alvarlega höfuðáverka
  • þú átt í hættu á að fá stíflu í þörmum vegna lömunar þarmavöðva

Meðganga:
Ekki skal taka inn Dropizol á meðgöngu nema læknir mæli sérstaklega með því. Ekki taka Dropizol nærri áætluðum fæðingardegi vegna hættunnar á frákvarfseinkennum í nýbura.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og á ekki að taka inn nema læknir mælir sérstaklega með því.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 18 ára aldri.

Eldra fólk:
Lyfið er yfirleitt gefið í lægri skömmtum.

Akstur:
Lyfið inniheldur bæði morfín og etanól sem getur valdið svefnhöfga og getur því haft áhrif á hæfni til akstur.

Áfengi:
Áfengi eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Hætta er á þolmyndun og fíkn við notkun lyfsins.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.