Decutan
Lyf við bólum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ísótretínóín
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. febrúar, 2006
Decutan er húðlyf til inntöku, efnafræðilega skylt A-vítamíni. Það er notað við þrymlabólum (acne vulgaris) í erfiðum tilfellum þegar önnur meðferð hefur ekki dugað. Ísótretínóín, virka efnið í lyfinu, hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna; það dregur úr framleiðslu á húðfitu og fækkar bakteríum sem valda bólgu í húð, samfara þrymlabólum. Aukaverkanir ísótretínóíns takmarka þó notagildi þess. Vægari aukaverkanir lyfsins ganga oftast yfir á stuttum tíma en í stöku tilfellum geta þær haft alvarlegri afleiðingar, t.d. skert lifrarstarfsemi eða haft áhrif á sjón. Ísótretínóín getur valdið fósturskaða. Það er því aldrei gefið konum á barneignaaldri nema örugg getnaðarvörn sé notuð meðan lyfið er tekið og að hún sé notuð a.m.k. í einn mánuð eftir að töku lyfsins er hætt.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
0,5-1 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Hylkin gleypist heil með mat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 4 vikur. Í upphafi meðferðar geta einkenni versnað.
Verkunartími:
Áhrif vara í nokkrar vikur eftir að meðferð lýkur. Meðferð í 16 vikur getur þó dugað til að uppræta bólurnar varanlega.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymist á myrkum stað.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru horfin, en bestur árangur næst þegar lokið er við meðferð eins og læknir segir til um.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við ógleði, kviðverki, svima eða önnur óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er sjaldnast notað lengur en 24 vikur í senn. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með lifrarstarfsemi og blóðfitu meðan lyfið er tekið. Konur á barneignaraldri ættu að framkvæma þungunarpróf mánaðarlega.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru nokkuð tíðar. Algengustu aukaverkanir lyfsins ganga oft yfir þegar líður á meðferð eða þegar skammtar eru minnkaðir. Notkun rakakrems og varasalva er ráðlögð til að sporna við húð- og varaþurrki.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Augnþurrkur, erting í augum | |||||||
Bakverkir | |||||||
Blóðnasir | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Mikill höfuðverkur, ógleði, uppköst og sjóntruflanir | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Sýking í húð | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkir í vöðvum eða liðamótum | |||||||
Þurr og flagnandi húð, kláði | |||||||
Þurrar varir, munnur eða nef |
Milliverkanir
Getur minnkað áhrif getnaðarvarna til inntöku. Forðast ætti að taka meira en ráðlagða dagskammta A-vítamíns meðan lyfið er tekið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Asubtela
- Cerazette
- Cleodette
- Cypretyl
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir sögu um þunglyndi
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Það er aldrei gefið á meðgöngu og konur á barneignaaldri ættu að nota örugga getnaðarvörn meðan lyfið er tekið og í minnst einn mánuð eftir að töku þess hættir.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Hætta skal brjóstagjöf meðan lyfið er tekið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára eða fyrir kynþroska.
Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.
Akstur:
Nætursjón getur versnað. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Forðastu áfengi meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Húðin er viðkvæmari fyrir sólarljósi meðan lyfið er tekið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.