Sevelamerkarbonat Stada
Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Sevelamer
Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 1. október, 2017
Lyfið inniheldur virka efnið sevelamer sem er fosfatbindandi fjölliða, án áls og kalsíum og frásogast ekki frá meltingarvegi. Lyfið hefur hemil á fosfathækkun í blóði hjá fullorðnum sjúklingum sem eru í blóðskilun eða með langvinnan nýrnasjúkdóm. Það bindur fosfat í meltingarveginum, hindrar að það berist út í blóðrásina og lækkar því þéttni fosfats í blóði. Lyfið skal notað sem hluti af fjölþættri meðferð, t.d. með kalsíumuppbót eða D-vítamíni til þess að hafa hemil á framgangi nýrnabilunar beinsjúkdóms.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. U.þ.b. 6000 mg á dag í 3 skömmtum. Töflurnar gleypist heilar. Má ekki tyggja þær, mylja né brjóta.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið skal taka með mat og fara eftir fyrirmælum um mataræði.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef stórir skammtar eru notaðir eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf náið með sermisþéttni fosfats og breyta lyfjaskammti eftir því sem við á.
Aukaverkanir
Eftirtaldar verkanir eru allar algengar hjá sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi og tengjast ekki endilega Renvela.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Meltingartruflanir, kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Vindgangur |
Milliverkanir
Rannsóknir á milliverkunum hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum í blóðskilun. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem nota lyf við hjartsláttartruflunum og flogaveiki.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Euthyrox
- Ikervis
- Levaxin
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Sandimmun Neoral
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með kyngingarerfiðleika eða þrengingar í vélinda
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blóðfosfatskort
- þú sért með meltingarfærasjúkdóm
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.