Mycofenolsýra Accord

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Mýcófenólsýra

Markaðsleyfishafi: Accord Healthcare | Skráð: 1. janúar, 2020

Mycofenolsýra Accord er kröftugt ónæmisbælandi lyf og er notað til að hindra það að ígræddu líffæri verði hafnað. Það sem takmarkar helst árangur líffæraflutninga er það vandamál að ónæmiskerfi líkamans snýst gegn nýja líffærinu og skemmir það. Til þess að koma í veg fyrir að svo fari þarf að gefa ónæmisbælandi lyf ævilangt eftir líffæraígræðslu. Mycofenolsýra Accord er notað samfara ciklósporíni og barksterum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
720 mg í senn 2svar á dag. Töflurnar takist heilar með vatnsglasi, alltaf annaðhvort með eða án matar, með sama hætti á hverjum degi. Ekki má brjóta, tyggja né mylja töflurnar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksblóðþéttni næst eftir 1½-2 klst. frá inntöku. Áhrif á sjúkdóminn koma fram eftir mun lengri tíma.

Verkunartími:
A.m.k. 24-48 klst. við venjulega skammta.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita, varið gegn ljósi og þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Ef fleiri en einn skammtur gleymist skaltu hafa samband við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ástand getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Alltaf skal hafa samband við lækni ef þú tekur meira af lyfinu en þú áttir að gera.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru fækkun hvítra blóðkorna og niðurgangur.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á blóðþrýstingi, bjúgur        
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hósti          
Höfuðverkur          
Meltingartruflanir, hægðatregða og niðurgangur          
Mæði        
Ógleði, uppköst, kviðverkir, vindgangur          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Sýkingar          
Útbrot          
Þreyta, hækkaður líkamshiti          

Milliverkanir

Vegna ónæmisbælandi áhrifa lyfsins verður að gæta varúðar við bólusetningu með lifandi bóluefni. Nota má sýrubindandi lyf sem innihalda ál og magnesíum annað slagið en ekki daglega.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með meltingarfærasjúkdóm
  • þú hafir verið bólusettur nýlega eða þurfir á bólusetningu að halda

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Konur á barneignaaldri ættu að nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er tekið og í 6 vikur eftir að töku þess er hætt.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Hætta skal brjóstagjöf á meðan lyfið er tekið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Takmarka skal sólarljós og útfjólubláa geisla á húðina.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.