Ursochol

Galllyf og lifrarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ursodeoxycholsýra

Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics | Skráð: 23. nóvember, 2017

Ursochol inniheldur virka efnið ursodeoxycholsýru sem er náttúruleg gallsýra en hún finnst í litlu magni í galli hjá mönnum. Ursochol er notað til að leysa upp litla gallsteina og til meðferðar við lifrarsjúkdómi (frumkominni skorpulifur) með því t.d. að örva gallflæði. Hjá börnum á aldrinum 6 ára fram að 18 ára er Ursochol notað til meðhöndlunar á lifrar- og gallrásarvandamálum í tengslum við slímseigjusjúkdóm.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundið

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Mjög breytilegt.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Haldið meðferð áfram samkvæmt leiðbeiningum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Alltaf skal ráðfæra sig við lækninn áður en hætt er að taka Ursochol.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Niðurgangur getur komið fram vegna ofskömmtunar. Hafið samband við lækninn ef niðurgangurinn er viðvarandi. Einnig má hafa samband við eitrunarmiðstöð Landspítala í síma 543 2222

Langtímanotkun:
Lyfið er oft ætlað til langtímanotkunar


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Niðurgangur          

Milliverkanir

Ef nota þarf estrogen til inntöku er nauðsynleg þurfa að líða að minnsta kosti 2 klst. frá því Ursochol er tekið inn eða 2 klst. þar til Ursochol er tekið inn.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gallteppu
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Ekki skal nota Ursochol á meðgöngu nema það sé algerlega nauðsynlegt. Konur á barneignaraldri mega einungis fá meðferð með Ursochol ef þær nota getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur. Einungis skal nota getnaðarvarnir án hormóna ef Ursochol er notað til að leysa upp gallsteina því getnaðarvarnir sem innihalda hormón geta aukið myndun gallsteina. Mælt er með getnaðarvörnum án hormóna eða getnaðarvarnartöflum með litlum skammti af estrógeni.

Brjóstagjöf:
Ekki er þekkt hvort Ursochol berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börum yngri en 6 ára.

Akstur:
Ekki er vitað til að Ursochol hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Íþróttir:
Leyft í keppni og við æfingar.

Annað:
Á fyrstu þremur mánuðum meðferðar verður starfsemi lifrarinnar rannsökuð til að meta áhrif meðferðarinnar og til að greina hugsanlegar aukaverkanir í lifur. Konur sem nota Ursochol til að leysa upp gallsteina skulu nota getnaðarvarnir án hormóna því getnaðarvarnir sem innihalda hormóna geta aukið myndun gallsteina (sjá kafla um meðgöngu og brjóstagjöf hér að neðan).


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.