Lyf og lyfjaflokkar

Fyrirsagnalisti

A Meltingarfæra– og efnaskiptalyf : AMeltingarfæra- og efnaskiptalyf

Í meltingarfæra- og efnaskiptalyfjaflokki eru margvísleg lyf, bæði lyf sem hafa áhrif á starfsemi meltingarfæranna og lyf við offitu og sykursýki.

Í meltingarfæra- og efnaskiptalyfjaflokki eru margvísleg lyf, bæði lyf sem hafa áhrif á starfsemi meltingarfæranna og lyf við offitu og sykursýki.

B Blóðlyf : BBlóðlyf

Lyfin í blóðlyfjaflokki hafa áhrif í blóði eins og heiti flokksins gefur til kynna. Þetta eru lyf sem eru ýmist notuð á sjúkrastofnunum við ákveðnar aðstæður eða lyf tekin að staðaldri vegna ýmissa sjúkdóma og/eða skorts á efnum.

Lyfin í blóðlyfjaflokki hafa áhrif í blóði eins og heiti flokksins gefur til kynna. Þetta eru lyf sem eru ýmist notuð á sjúkrastofnunum við ákveðnar aðstæður eða lyf tekin að staðaldri vegna ýmissa sjúkdóma og/eða skorts á efnum.

C Hjarta- og æðasjúkdómalyf : CHjarta- og æðasjúkdóma­lyf

Til eru lyf við hvers kyns hjarta- og æðasjúkdómum. Má þar nefna lyf við of háum blóðþrýstingi, hjartsláttaróreglu, hjartabilun, blóðþurrð í hjartavöðva (hjartaöng) og of háu kólesteróli.

Til eru lyf við hvers kyns hjarta- og æðasjúkdómum. Má þar nefna lyf við of háum blóðþrýstingi, hjartsláttaróreglu, hjartabilun, blóðþurrð í hjartavöðva (hjartaöng) og of háu kólesteróli.

D Húðlyf : DHúðlyf

Þessum flokki tilheyra lyf sem notuð eru við ýmsum kvillum í húð, eins og exemi, psoriasis, sveppasýkingum, bakteríusýkingum og bólum. Mörg mismunandi lyfjaform finnast.

Þessum flokki tilheyra lyf sem notuð eru við ýmsum kvillum í húð, eins og exemi, psoriasis, sveppasýkingum, bakteríusýkingum og bólum. Mörg mismunandi lyfjaform finnast.

G Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar : G Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar

Þessum flokki tilheyra m.a. lyf við sýkingum í kynfærum kvenna, kynhormónar karla og kvenna, getnaðarvarnarlyf, lyf við tíðahvörfum hjá konum og lyf sem notuð eru við ófrjósemi og í fæðingarhjálp.

Þessum flokki tilheyra m.a. lyf við sýkingum í kynfærum kvenna, kynhormónar karla og kvenna, getnaðarvarnarlyf, lyf við tíðahvörfum hjá konum og lyf sem notuð eru við ófrjósemi og í fæðingarhjálp.

H hormónalyf, önnur en kynhormónar : H Hormónalyf, önnur en kynhormónar

Undir þennan flokk falla frekar fá lyf en margbreytileg. Öll eru þau hormón, önnur en kynhormón og insúlín, eins og heiti flokksins ber með sér.

Undir þennan flokk falla frekar fá lyf en margbreytileg. Öll eru þau hormón, önnur en kynhormón, eins og heiti flokksins ber með sér.

J Sýkingalyf : J Sýkingalyf

Lyf notuð við sýkingum af völdum baktería, sveppa og veira skipast í þennan flokk, ásamt bóluefnum og mótefnum.

Lyf notuð við sýkingum af völdum baktería, sveppa og veira skipast í þennan flokk, ásamt bóluefnum og mótefnum.

L Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmisbælingar eða ónæmistemprunar : L Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmis­bælingar eða ónæmis­temprunar

Hér flokkast æxlishemjandi lyf, lyf til ónæmisbælingar og lyf sem örva ónæmiskerfið.

Hér flokkast æxlishemjandi lyf, lyf til ónæmisbælingar og lyf sem örva ónæmiskerfið.

M Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf : M Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf

Stærsti lyfjahópurinn í þessum flokki vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyfja eru bólgueyðandi lyf. Hérna skipast líka vöðvaslakandi lyf ásamt gigtarlyfjum, enda eru þau hvor tveggja oft notuð með bólgueyðandi lyfjunum.

Stærsti lyfjahópurinn í þessum flokki vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyfja eru bólgueyðandi lyf. Hérna skipast líka vöðvaslakandi lyf ásamt gigtarlyfjum, enda eru þau hvor tveggja oft notuð með bólgueyðandi lyfjunum.

N Tauga- og geðlyf : NTaugakerfi

Öll lyf sem ætlað er að hafa áhrif á taugakerfið tilheyra þessum flokki.

Öll lyf sem ætlað er að hafa áhrif á taugakerfið tilheyra þessum flokki.

P Sníklalyf : P Sníklalyf

Í flokki sníklalyfja er að finna lyf sem hafa áhrif á ýmsa sníkla. Sumir sníklarnir eru sjáanlegir berum augum eins og höfuðlús, en frumdýr og amöbur eru minni og sjást ekki nema með smásjá.

Í flokki sníklalyfja er að finna lyf sem hafa áhrif á ýmsa sníkla. Sumir sníklarnir eru sjáanlegir berum augum eins og höfuðlús, en frumdýr og amöbur eru minni og sjást ekki nema með smásjá.

R Öndunarfæralyf : R Öndunarfæra­lyf

Þessum flokki tilheyra lyf sem er ætlað að hafa áhrif á öndunarfærasjúkdóma og ofnæmi.

Þessum flokki tilheyra lyf sem er ætlað að hafa áhrif á öndunarfærasjúkdóma og ofnæmi.

S Augn- og eyrnalyf : S Augn- og eyrnalyf

Öll lyf sem fara í augu og eyru flokkast hérna. Þetta eru dropar og smyrsli sem borin eru beint í augu og eyru.

Öll lyf sem fara í augu og eyru flokkast hérna. Þetta eru dropar og smyrsli sem borin eru beint í augu og eyru.

V Ýmis lyf : V Ýmis lyf

Lyfin í þessum flokki eru af ýmsum toga og eiga fátt sameiginlegt. Þau eru úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að ekki hefur verið hægt að flokka þau annað.

Lyfin í þessum flokki eru af ýmsum toga og eiga fátt sameiginlegt. Þau eru úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að ekki hefur verið hægt að flokka þau annað.