Betmiga
Þvagfæralyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Mirabegron
Markaðsleyfishafi: Astellas Pharma | Skráð: 1. júlí, 2013
Betmiga er notað við einkennum bráðs þvagleka og/eða tíðri þvaglátaþörf sem fram kemur hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Virka efni lyfsins, mirabegron, er sértækur beta 3-adrenvirkur viðtakaörvi og veldur þannig slökun á sléttum vöðum í þvagblöðruna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðaöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
50 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Töfluna má ekki skipta, tyggja né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Full verkun kemur í fyrsta lagi eftir 4 vikur.
Verkunartími:
Um 1 sólarhringur eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef stórir skammtar eru teknir eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal strax hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanirnar eru hraðtaktur og þvagfærasýking.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Meltingartruflanir | |||||||
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagfærasýkingar |
Milliverkanir
.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Bloxazoc
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Paxlovid
- Pradaxa
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sporanox
- Tambocor
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með háan blóðþrýsting
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum með barn á brjósti.
Börn:
Engar upplýsingar liggja fyrir um virkni lyfsins hjá börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir en gætu þurft minni skammta ef nýrna- eða lifrarstarfsemi er skert.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Íþróttir:
Lyfið er leyft í íþróttum og keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.