Seloken

Beta-blokkar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metóprólól

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. janúar, 2020

Seloken tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkarar. Lyf í honum hindra áhrif boðefnanna adrenalíns og noradrenalíns á ýmis líffæri, t.d. hjarta og æðar. Beta-blokkarar skiptast í undirflokka eftir eiginleikum sínum, hvort þeir hafi sérhæfð áhrif á hjarta eða komist í miðtaugakerfið eða ekki. Virka efnið metóprólól hefur tiltölulega sérhæfð áhrif á hjartavöðva þar sem það dregur úr samdráttarkrafti hjartans og hjartsláttartíðni. Vegna sérhæfni sinnar hefur það færri aukaverkanir en ósérhæfðir beta-blokkarar, það hefur t.d. lítil áhrif á lungu og astmasjúklingar þola það betur. Seloken stungulyf er notað við hjartsláttartruflunum og blóðtappa í hjarta.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í æð.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefið þér lyfið. Læknir ákveður réttan skammt.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
20 mín. eftir gjöf í æð.

Verkunartími:
3-6 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir 25°C þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef færri en 4 klst. eru til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómur getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Skammtur er minnkaður smám saman á 10-14 dögum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Ekki notað til lengri tíma en læknir gæti hugsanlega ávísað töflumeðferð með metoprólól í framhaldi sem er notað til lengri tíma.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru tíðari eftir því sem skammtar eru stærri. Almennt finna um 10% þeirra sem taka lyfið fyrir einhverjum aukaverkunum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Blóðþrýstingsfall          
Gula          
Hand- eða fótkuldi          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur        
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Kviðverkir, niðurgangur og hægðatregða          
Mæði við áreynslu          
Ógleði          
Skapgerðarbreytingar          
Svimi þegar staðið er upp          
Útbrot, kláði          
Verkur fyrir brjósti, mæði        

Milliverkanir

Sé lyfið tekið með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum geta áhrif þeirra magnast. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • lítið blóðflæði sé til útlima (kemur fram sem hand- eða fótkuldi)
  • þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með psoríasis
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur aukið áhrif metóprólóls á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Notkun lyfsins er bönnuð í sumum íþróttagreinum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.