Bicalutamide Alvogen

Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bíkalútamíð

Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. febrúar, 2011

Bicalutamide Alvogen tilheyrir flokki krabbameinslyfja sem hafa verkun á innkirtla líkamans. Virka efnið bíkalútamíð hefur andandrógen áhrif sem byggist á því að lyfið hindrar áhrif andrógena á svarfrumur þeirra, til dæmis í blöðruhálskirtli, en andrógen eru karlkynshormón. Þessi hindrunaráhrif leiða til þess að æxli í blöðruhálskirtli minnka. Bíkalútamíð hefur ekki áhrif á verkun annarra hormóna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
50 eða 150 mg í senn einu sinni á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Skammur tími líður þar til lyfið fer að verka.

Verkunartími:
7 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Fylgjast skal reglulega með lifrarstarfsemi. Meðferð tekur að lágmarki 2 ár.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru eymsli í brjóstum og brjóstastækkun, þróttleysi og útbrot.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Blóð í þvagi          
Blóðleysi          
Brjóstastækkun, eymsli í brjóstum          
Gula          
Hitakóf          
Hjartsláttartruflanir        
Hægðatregða          
Lystarleysi          
Meltingartruflanir, kviðverkir, vindgangur          
Ógleði          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkur fyrir brjósti          
Þunglyndi          
Þyngdaraukning          
Getuleysi, minnkuð kynhvöt          
Þróttleysi, sundl, syfja          
Hárlos, endurvöxtur hárs, þurr húð          

Milliverkanir

Bíkalútamíð getur aukið áhrif blóðþynningarlyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið syfju og svefnhöfga. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Eykur líkur á lifrarskaða. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.