Felodipine Alvogen
Kalsíumgangalokar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Felódipín
Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. nóvember, 2011
Felodipine Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalsíumblokkarar. Lyf í honum hindra flæði kalsíums inn í vöðvafrumur, en kalsíum er nauðsynlegt fyrir samdrátt vöðvafrumna. Vöðvafrumur í líkamanum innihalda mismikið af kalsíum og eru því ekki allar jafn háðar kalsíumflæði inn í frumuna. Áhrifa kalsíumblokkara gætir því mest hjá frumum með lítið kalsíum, þ.e. vöðvafrumum í æðaveggjum og hjartavöðva. Kalsíumblokkarar eru flokkaðir innbyrðis eftir því hvort áhrif þeirra beinist aðallega að æðum eða hjarta. Virka efnið felódipín hefur fyrst og fremst æðavíkkandi áhrif. Lyfið víkkar bæði kransæðar og slagæðar, blóðþrýstingur lækkar og blóðflæði til hjartavöðva eykst. Áhrif felódipíns á hjartavöðva eru minni en hjá öðrum lyfjum í þessum flokki. Lyfið er notað við háþrýstingi og hjartaöng.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-10 mg að morgni. Forðatöflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má hvorki skipta þeim, mylja né tyggja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-5 klst.
Verkunartími:
U.þ.b. einn sólarhringur eftir stöðuga töku lyfsins.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi getur haft áhrif á útskilnað felódipíns úr líkama.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdóms geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun lyfsins er vægur ökklabjúgur, sem er sjaldnast næg ástæða til að hætta meðferð með lyfinu. Í upphafi meðferðar eða þegar skammtar eru stækkaðir geta komið fram einkenni eins og roði í andliti, höfuðverkur, hjartsláttarónot, svimi og þreyta. Í flestum tilfellum líða þessi einkenni hjá á tiltölulega stuttum tíma.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur í útlimum | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Höfuðverkur, svimi, roði í andliti | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Arzotilol
- Azarga
- Bicalutamid Medical
- Bicalutamide Accord
- Bicalutamide Alvogen
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Candizol
- Candpress Comp
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cosopt sine
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diflucan
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Erleada
- Fixopost
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fotil forte
- Fungyn
- Ganfort
- Hydromed
- Ikervis
- Kerendia
- Klacid
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Oxcarbazepin Jubilant
- Paxlovid
- Presmin Combo
- Sandimmun Neoral
- Sporanox
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Timosan Depot
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Trileptal
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Xalcom
- Zeposia
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með einhverja meltingarkvilla
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.