Imodium (Heilsa)

Lyf sem draga úr þarmahreyfingum | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Lóperamíð

Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden | Skráð: 1. október, 1991

Imodium (Heilsa) inniheldur virka efnið lóperamíð og er við niðurgangi. Það er skylt morfíni og öðrum lyfjum sem unnin eru úr ópíumvalmúa. Þessi efni eru kölluð ópíóíðar. Áhrif lóperamíðs eru bundin við meltingarveginn þar sem það hægir á þarmahreyfingum og eykur upptöku vatns og salta úr innihaldi þarma. Lóperamíð er notað við bráðum niðurgangi og í langtímameðferð við niðurgangi af völdum bólgusjúkdóma, krabbameins í ristli eða krabbameinsmeðferðar. Lyfið hentar síður við niðurgangi vegna sýkingar nema sýklalyf séu gefin því samtímis. Ef ekki aukast líkur á því að sýkingin berist í blóðið. Ólíkt öðrum ópíóíðum hefur lóperamíð lítil sem engin verkjastillandi, hóstastillandi eða öndunarbælandi áhrif. Ávanahætta er hverfandi. Aukaverkanir lóperamíðs eru sjaldgæfar og flestar bundnar við meltingarveginn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
2-16 mg á dag. Byrjað er á 4 mg og síðan má taka 2 mg eftir hverja hægðalosun með niðurgangi á a.m.k. 2-3ja klst. fresti. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-3 klst.

Verkunartími:
U.þ.b. 40 klst. eftir stakan 4 mg skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist. Haltu síðan áfram að taka lyfið eins og venjulega ef þess gerist þörf. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef teknir eru stórir skammtar eða vart verður við sljóleika, skerta meðvitund, öndunarerfiðleika eða önnur óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Imodium er sjaldan notað í langtímameðferð. Langtímanotkun er þó án vandkvæða.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru hægðatregða, kviðverkir og ógleði.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hægðatregða, ógleði, kviðverkir          
Höfuðverkur, svimi          
Krampar          
Mikil hægðatregða, þaninn kviður      
Munnþurrkur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Vindgangur          
Þvagtregða          

Milliverkanir

Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi bólgusjúkdóm í meltingarvegi
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með háan hita eða blóðugar hægðir

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og sleni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Hafðu samband við lækni ef þú ert enn með niðurgang eftir inntöku lyfsins í tvo daga.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.