Desmopressin Teva B.V.

Hormónalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Desmópressín

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 30. október, 2023

Desmopressin Teva B.V. er notað við flóðmigu tengdri miðtaugakerfi eða næturþvaglátum. Desmópressín, virka efni lyfsins, er efnafræðilega náskylt vasópressíni, hormóni sem er framleitt í heiladingli. Þetta hormón örvar endurupptöku vatns í nýrum og dregur þannig úr þvagmyndun. Desmópressín hefur sömu áhrif og vasópressín á nýrun en er með nokkuð lengri verkunartíma. Ólíkt vasópressíni veldur desmópressín mjög litlum samdrætti í æðum og hefur því óveruleg bein áhrif á blóðþrýsting. Nauðsynlegt er að draga úr vökvaneyslu á meðan lyfið er tekið. Ef það er ekki gert er hætta á því að vökvi safnist fyrir í líkamanum, en það getur leitt til alvarlegra aukaverkana.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Tungurótartafla.

Venjulegar skammtastærðir:
Flóðmiga: 60-120 míkrógrömm undir tungu 3svar á dag. Ósjálfráð næturþvaglát: Fullorðnir og börn eldri en 5 ára: 120-240 míkrógrömm fyrir svefn. Leggja skal tungurótartöfluna undir tunguna, þar sem hún leysist upp án vatns.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst.

Verkunartími:
8-12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Töflurnar geymast í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni. Einkenni sjúkdóms geta komið fram aftur þegar notkun lyfsins er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Ef lyfið er notað við næturþvaglátum er þörfin að nota lyfið endurmetin reglulega.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru fátíðar. Ef vökvainntaka er ekki minnkuð meðan lyfið er tekið getur það valdið vökvasöfnun og alvarlegri aukaverkunum. Listinn hér sýnir algengustu aukaverkanirnar og er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur í útlimum          
Höfuðverkur          
Kviðverkir          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þreyta          
Þyngdaraukning          
Ógleði, uppköst, niðurgangur, hægðatregða          
Hár blóðþrýstingur          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er almennt ekki notað fyrir börn yngri en 5 ára.

Eldra fólk:
Oft viðkvæmara fyrir aukaverkunum lyfsins. Nota þarf lyfið með varúð.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Hamlar myndun vasópressíns í heiladingli og eykur þannig þvagmyndun. Áfengi vegur á móti áhrifum lyfsins og því er ráðlegt að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan þörf er á því að taka lyfið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Ef þú tekur þetta lyf við næturvætu eða næturþvaglátum skaltu takmarka vökvaneyslu eins og hægt er frá því 1 klst. fyrir og 8 klst. eftir notkun.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.