Sativex

Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tetrahýdrókannabínól (THC) Kannabídíól (CBD)

Markaðsleyfishafi: Jazz Pharmaceuticals Ireland Ltd | Skráð: 1. júlí, 2013

Sativex er munnúði sem inniheldur efni sem nefnast kannabínóíðar. Sativex er notað hjá sjúklingum með heila- og mænusigg (MS) til að bæta einkenni vöðvastirðleika. Þetta nefnist einnig síspenna (e. spasticity). Síspenna merkir aukin vöðvaspenna sem veldur stífari eða stjörfum vöðvum og þá er erfiðara að hreyfa vöðvann en eðlilegt er. Sativex er notað þegar önnur lyf hafa ekki hjálpað til að draga úr vöðvaspennunni.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnúði

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundnir

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Allt að 4 vikur.

Verkunartími:
Allt að 3 mánuðir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Þú getur notað Sativex með eða án matar.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið óopnað Sativex upprétt í öskjunni í kæli (2°C til 8°C). Geymið opnað Sativex í uppréttri stöðu við lægri hita en 25°C.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka úðapúst um leið og þú manst eftir því eða þegar þér finnst þú þurfa á pústi að halda. Ekki á að nota 2 úðapúst á sama tíma til að bæta upp púst sem gleymst hefur.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef þú hættir einhverra hluta vegna að nota Sativex skaltu segja lækninn eða lyfjafræðing frá því. Ef þú hættir að nota lyfið skyndilega gæti það haft áhrif á svefn, matarlyst og andlega líðan þína til skamms tíma. Vöðvastífnin tekur sig yfirleitt upp að nýju smám saman ef þú hættir að taka Sativex.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni af of stórum skammti geta verið ofskynjanir, sundl, syfja eða ringlun eða breytt hjartsláttartíðni.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andnauð, bólga í munni og koki      
Aukin matarlyst, breyting á bragðskyni, munnþurrkur          
Höfuðverkur, svefnhöfgi, þreyta, svimi        
Jafnvægistruflanir, yfirlið          
Kvíði, þunglyndi          
Sjóntruflanir, þokusýn          
Talerfiðleikar, ósamhæfðar vöðvahreyfingar          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
  • þú sért með hjartasjúkdóm eða hafir fengið hjartaáfall
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir einhvern tíma átt við geðræn vandamál að stríða
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki

Meðganga:
Ekki nota Sativex meðan á meðgöngu stendur, nema læknirinn ráðleggi þér það.

Brjóstagjöf:
Ekki nota Sativex ef þú ert með barn á brjósti.

Börn:
Ekki er mælt með notkun Sativex hjá börnum eða unglingum yngri en 18 ára þar sem ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun.

Akstur:
Þú mátt hvorki aka ökutæki né nota vélar þegar þú byrjar fyrst að taka Sativex og þar til þú ert komin(n) á stöðugan dagskammt. Sativex getur valdið syfju og sundli, sem getur haft áhrif á dómgreind þína og getu til krefjandi verka. Í sjaldgæfum tilfellum hefur einnig verið greint frá meðvitundarleysi í stuttan tíma. Þegar þú ert orðin(n) vanari að taka Sativex og skammturinn er orðinn stöðugur skalt þú samt sem áður hvorki aka ökutæki né nota vélar ef Sativex veldur þér áhrifum svo sem syfju eða sundli sem gætu haft áhrif á hæfni þína til þess. Ef þú ert ekki viss skaltu hvorki aka ökutæki né nota vélar. Akstur á meðan Sativex er tekið kann að vera ólöglegur í sumum löndum.

Áfengi:
Almennt skal forðast áfenga drykki þegar Sativex er notað, einkum í upphafi meðferðar og þegar skammti er breytt. Ef þú drekkur áfengi á meðan þú notar Sativex getur það aukið áhrif hvoru tveggja (svo sem jafnvægismissi eða viðbragðsseinkun), sem eykur hættuna á að detta og öðrum óhöppum/slysum.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Annað:
Hvort sem þú ert karl eða kona verður þú að nota áreiðanlega getnaðarvörn á meðan þú notar lyfið. Haltu því áfram í a.m.k. 3 mánuði eftir að meðferðinni lýkur. Áður en þú ferð erlendis skaltu ganga úr skugga um hvort löglegt sé fyrir þig að hafa lyfið meðferðis. Þetta tekur til allra landa sem þú ferðast í gegnum. Sativex er eftirlitsskylt lyf og lagaleg staða þess er mismunandi eftir löndum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.