Imomed

Svefnlyf og róandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Zópíklón

Markaðsleyfishafi: Medical | Skráð: 1. maí, 2020

Imomed er svefnlyf. Lyfið inniheldur virka innihaldsefnið zópiklón og er benzódízepínskyld lyf. Það eykur áhrif hamlandi boðefnis, GABA, á vissum stöðum í heila og styttir því tímann sem það tekur fólk að sofna, fækkar andvökum og lengir svefntíma. Í venjulegum skömmtum raskar lyfið ekki svefnmynstri og svefn verður eðlilegur. Lyfið ætti aðeins að nota í skamman tíma í senn vegna ávanahættu. Ef lyfið er notað lengi getur svefninn skyndilega versnað við það eitt að hætta töku lyfsins.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
3,75-7,5 mg fyrir svefn. Töflunni má skipta í jafna skammta.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 30 mín. Tekur lengri tíma ef töflurnar eru teknar þegar sjúklingur liggur út af.

Verkunartími:
7-8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú sofnar án þess að taka lyfið skaltu sleppa skammti.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið hefur verið tekið í viku eða styttri tíma er hægt að hætta þegar ekki er lengur þörf á því. Ef það hefur verið tekið í lengri tíma skal hafa samband við lækni áður en töku þess er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal strax hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Hætta á ávanabindingu eykst með auknum skammti og meðferðarlengd.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru biturt bragð í munni og munnþurrkur. Sljóleiki er einnig algengur, en það er skammtaháð aukaverkun, eða minni líkur eru á því að hún komi fram eftir því sem skammtar eru minni.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Biturt bragð, munnþurrkur          
Ógleði, meltingartruflanir          
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir          
Sljóleiki          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Minnistap og byltur.          

Milliverkanir

Öll lyf sem hafa sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið geta aukið sljóvgandi áhrif Imomed og ætti því að forðast að taka þau samtímis. Forðist greipaldinsafa á sama tíma og lyfið er notað.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú hafir einhvern tíma misnotað áfengi eða lyf
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért með kæfisvefn
  • þú þjáist af þunglyndi

Meðganga:
Notkun lyfsins á meðgöngu er ekki ráðlögð.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Ekki á að nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Auknar líkur eru á aukaverkunum, minni skammtar eru notaðir.

Akstur:
Lyfið skerðir aksturshæfni. Þessi áhrif geta varað daginn eftir að lyfið er tekið og því ætti ekki að aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Fíknarvandamál:
Imomed getur verið vanabindandi. Ávanahætta er lítil en eykst eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma. Ávanahætta er einnig meiri hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.