Zovirax
Veirusýkingalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Acíklóvír
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. janúar, 2019
Zovirax er notað við veirusýkingum. Acíklóvír, virka efnið í lyfinu, hindrar myndun erfðaefnis herpesveira og stöðvar þannig fjölgun þeirra. Þegar veira er stöðvuð reynist ónæmiskerfi líkamans auðveldara að vinna á sýkingunni. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. alnæmissjúklingar, gætu þurft að nota lyfið til langs tíma því að þeir ná síður að vinna á veirunni. Lyfið hefur mest áhrif sé það strax notað í byrjun á sýkingu, eða á meðan veiran er ennþá að fjölga sér. Acíklóvír er notað við sýkingum af völdum herpesveira.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Herpes simplex sýkingar: Fullorðnir og börn eldri en 2ja ára 2,5 ml (200 mg) á 4 klst. fresti, 5 sinnum á dag, á vökutíma, í 5-10 daga.
Ristill: Fullorðnir 10 ml (800 mg) á 4 klst. fresti, 5 sinnum á dag, á vökutíma, í 7 daga.
Mikilvægt er að drekka nægilegan vökva meðan á meðferð stendur.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif geta komið fram innan sólarhrings.
Verkunartími:
Um 8 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér aftur upp og að veirur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Of stórir skammtar geta valdið ógleði og uppköstum.
Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt ekki notað yfir lengri tíma.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir eftir inntöku lyfsins eru útbrot og koma fram hjá um 3% þeirra sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hiti, þreyta | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Dailiport
- Litarex
- Modigraf
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Prograf
- Rivaroxaban WH
- Xarelto
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skert ónæmiskerfi
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 2ja ára aldri.
Eldra fólk:
Lyfið getur skilist hægar úr líkamanum, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið er ekki talið hafa áhrif á hæfni til aksturs.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.