Litarex
Sefandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Litíum
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. apríl, 1974
Litíum er geðlyf. Það er notað við oflæti eða fyrirbyggjandi við tvípólasjúkdómi (manio-depressive). Oflæti er talið stafa af of mikilli virkni örvandi taugaboðefna, þaðan sem skapferli, hugsun og hegðun er stjórnað í heila. Verkunarmáti lyfsins er ekki að fullu þekktur, þó virðist það draga úr virkni þessara efna. Litíum mildar geðsveiflur sem fylgja sjúkdómnum og dregur úr tíðni þeirra. Litíum er oftast notað eitt og sér, en þar sem verkun þess kemur oft ekki fram fyrr en eftir 2-3 vikur er algengt að notuð séu önnur lyf með því í upphafi meðferðar. Helsti galli við notkun litíums er sá að eiturverkanir þess koma fram í skömmtum sem eru litlu stærri en skammtarnir sem hafa áhrif á sjúkdóminn. Saltneysla sjúklings og mörg lyf geta raskað þéttni litíums í blóði, þess vegna þarf að fylgjast reglulega með blóðþéttni lyfsins og breyta skömmtum ef þurfa þykir. Aukaverkanir lyfsins eru einnig nokkuð tíðar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru mjög einstaklingsbundnir og fundnir með mælingum á þéttni lyfsins í blóði. Forðatöflunum má skipta en hvorki tyggja þær né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 vikur, getur tekið lengri tíma á meðan skammtar eru stilltir af.
Verkunartími:
18-36 klst., sum áhrif geta varað nokkra daga.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Saltneysla getur haft áhrif á útskilnað lyfsins úr líkama. Miklar breytingar á saltneyslu eru því óæskilegar. Gættu þess að drekka nóg af vökva, sérstaklega í heitu veðri. Kaffi og te í miklu magni geta aukið útskilnað litíums úr líkamanum.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts (4 klst.) skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef einkenni eins og krampar eða meðvitundarleysi koma fram skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Venjulega er fylgst reglulega með blóðþéttni lyfsins og starfsemi skjaldkirtils. Ef lyfið er notað í mjög langan tíma er einnig fylgst með nýrnastarfsemi.
Aukaverkanir
Nær allar aukaverkanir litíums eru skammtaháðar. Algengasta aukaverkunin er meiri þvagmyndun og aukinn þorsti og kemur fram hjá um 25% þeirra sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Handskjálfti | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Ógleði, niðurgangur, magaverkur | |||||||
Óreglulegur hjartsláttur | |||||||
Útbrot | |||||||
Þorsti, aukin þvagmyndun, bjúgur | |||||||
Þyngdaraukning |
Milliverkanir
Breyta getur þurft insúlínskömmtun til inndælingar ef litíum er notað samhliða insúlínmeðferð.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Brintellix
- Brintellix (Abacus Medicine)
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Coversyl Novum
- Darazíð
- Daren
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Inspra
- Ramíl
- Serdolect
Getur haft áhrif á
- Aclovir
- Afipran
- Alimemazin Evolan
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Buronil
- Candpress
- Candpress Comp
- Cardil
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- CitraFleet
- Cloxabix
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Diovan
- Dostinex
- Dynastat
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Etoricoxib Krka
- Exforge
- Flagyl
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Haldol
- Haldol Depot
- Hjartamagnýl
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Imigran
- Imigran Radis
- Impugan
- Isoptin Retard
- Kairasec
- Klomipramin Viatris
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lioresal
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Magnesia medic
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Noritren
- Nozinan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oprymea
- Oprymea (Heilsa)
- Oropram
- Oxcarbazepin Jubilant
- Panodil Extra
- Parapró
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Peratsin
- Picoprep
- Pramipexole Alvogen
- Presmin
- Presmin Combo
- Qsiva
- Relifex
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sifrol
- Solian
- Spirix
- Spiron
- Strattera (Lyfjaver)
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Honung & Eukalyptus
- Strefen Orange Sukkerfri
- Sumatriptan Apofri
- Sumatriptan Bluefish
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Toradol
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trilafon dekanoat
- Trileptal
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Veraloc Retard
- Volidax
- Zoloft
- Zovirax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Það getur einnig aukið þéttni lyfsins í blóði og því á ekki að neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðlyfjum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.