Norgesic

Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Orfenadrín Paracetamól

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. mars, 1981

Norgesic inniheldur tvö virk efni, orfenadrín og paracetamól. Orfenadrín hefur vöðvaslakandi verkun og dregur úr sársauka vegna vöðvakrampa. Paracetamól er verkjastillandi og hitalækkandi. Norgesic er notað til að draga úr vöðvaverkjum í tengslum við tognun, liðhlaup, vöðvaskaða, ákveðnar sýkingar, bólgu í bandvef, þursabit, hálssveig, áverka á beinagrind og streituhöfuðverk. Norgesic er einnig notað við tíðaverkjum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1-2 töflur í senn 3svar á dag. Hver tafla inniheldur 35 mg orfenadrín og 450 mg paracetamól.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst.

Verkunartími:
Um 8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er venjulega tekið í skamman tíma í senn. Hætta má töku þess þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Mjög stórir skammtar geta valdið lifrarskemmdum, en einkenni eitrunar koma oft ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Hafið því alltaf samband við lækni ef mjög stórir skammtar eru teknir þótt að ekki verði vart við nein einkenni.

Langtímanotkun:
Lyfið er sjaldan notað í langtímameðferð. Þar sem það inniheldur paracetamól gæti verið hætta á nýrnaskaða sé lyfið notað í langan tíma.


Aukaverkanir

Um 15% þeirra sem taka lyfið finna fyrir einhverjum aukaverkunum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, munnþurrkur          
Sjóntruflanir          
Útbrot og mikill kláði          
Þreyta, svimi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með stækkun í blöðruhálskirtli
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Notkun lyfsins er ekki ráðlögð hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið er slævandi og hefur því áhrif á viðbragðsflýti. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Áfengi:
Forðast skal áfengi meðan lyfið er tekið. Áfengi getur dregið úr áhrifum Norgesic og aukið hættu á lifrarskemmdum.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið. Sjúklingar með lifrarsjúkdóm mega ekki taka lyfið. Stærri skammtar en ráðlagðir eru veita ekki betri verkjastillingu en hafa í för með sér hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.