Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
Flogaveikilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt.
Virkt innihaldsefni: Lamótrigín
Markaðsleyfishafi: Ratiopharm | Skráð: 31. janúar, 2024
Lamótrigín er notað við flogaveiki og til að fyrirbyggja þunglyndislotur hjá sjúklingum með geðhvarfasýki. Flogaveiki getur orsakast af heilaskaða eða gengið í erfðir. Margar undirtegundir flogaveiki hafa verið skilgreindar eftir þeim einkennum sem fylgja flogunum og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan þau ganga yfir. Einkenni flogaveiki stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og óvenju hárri tíðni taugaboða. Breytingar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans (hlutaflog) eða náð yfir stóran hluta hans (alflog). Í flestum tilfellum ganga flog yfir á 20 sek.-2 mín. Lamótrigín minnkar virkni örvandi taugaboðefnis, glútamats, í heila. Of mikil virkni glútamats er talin geta komið flogum af stað. Lamótrigín er ýmist notað eitt sér eða sem hluti af meðferð við flogaveiki. Milliverkanir við önnur lyf eru sjaldgæfari hjá lamótrigíni en flestum öðrum lyfjum við flogaveiki og aukaverkanir eru ekki eins tíðar. Það er því oft notað til viðbótar við meðferð sem hefur ekki náð viðunandi árangri. Lamótrigín virkar á margar tegundir flogaveiki, en það er helst notað við hlutaflogum og alflogum sem byrja sem hlutaflog.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Dreifitöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Fullorðnir og börn, 13 ára og eldri: 25-400 mg á dag. Börn 2-12 ára við flogaveiki: 0,15-15 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Dreifitöflurnar má gleypa heilar með vatnsglasi, tyggja og leysa upp í vatnsglasi og drekka.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 3 mánuðir.
Verkunartími:
Um 6 mánuðir eftir stöðuga notkun.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráð við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við svima, krampa, hraðan hjartslátt eða önnur óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni strax.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar, og margar þeirra koma síður fram ef meðferð er hafin með litlum skömmtum. Húðútbrot eru algeng og í flestum tilfellum skaðlítil, en geta þó verið merki um alvarlegar aukaverkanir. Þess vegna skal hafa samband við lækni strax ef vart verður við útbrot. Fái sjúklingur flogakast, sem tekur lyfið reglulega við flogaveiki, skal hafa samband við lækni strax.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erfiðleikar við að samhæfa hreyfingar | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Ósjálfráðar augnhreyfingar og sjóntruflanir | |||||||
Pirringur | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Skjálfti | |||||||
Svefnleysi, svefnhöfgi | |||||||
Útbrot | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkir í liðum og vöðvum | |||||||
Æsingur, árásargirni |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Asubtela
- Cerazette
- Cleodette
- Cypretyl
- Depo-Provera
- Desirett
- Dolorin
- Dolorin Junior
- Drovelis
- Epidyolex
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Norgesic
- Novofem
- NuvaRing
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Ornibel
- Ovestin
- Oxcarbazepin Jubilant
- Panodil
- Panodil Brus
- Panodil Extra
- Panodil Hot
- Panodil Junior
- Panodil Zapp
- Paracet
- Paracet (Heilsa)
- Paracetamol Baxter
- Paracetamol Sandoz
- Paradorm
- Parapró
- Paratabs
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxlovid
- Pinex
- Pinex Junior
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Qsiva
- Rewellfem
- Rimactan
- Ryego
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trileptal
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Visanne
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Flogaveiki: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Geðhvarfasjúkdómar: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Auk þeirra áhrifa sem flogaveikin hefur sjálf, getur lyfið skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl meðan lyfið er tekið.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins og því á ekki að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.