Parapró

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Íbúprófen Paracetamól

Markaðsleyfishafi: Acare ehf | Skráð: 1. mars, 2021

Parapró inniheldur tvö virk innihaldsefni, paracetamól og íbúprófen. Paracetamól hefur bæði verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Íbúprófen, sem flokkast til bólgueyðandi gigtarlyfja, hefur bólgueyðandi áhrif ásamt því að vera verkjastillandi og hitalækkandi. Vegna samverkandi eiginleika þá eykst verkjastillandi og hitalækkandi áhrifin þegar þau eru tekin inn saman og hentar því Parapró vel fyrir þá sem þurfa meiri verkjastillandi verkun en af paracetamóli eða íbúprófeni einu sér. Parapró er notað tímabundið meðal annars við hita, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, lið- og vöðvaverkjum, vægri liðagigt og kvef- og flensueinkennum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 1-2 töflur í senn 1-3svar á dag í mest 3 daga. 6 klst skulu líða að minnsta kosti á milli skammta. Tekið inn með mat.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
um 15-20 mín en full verkun um 30-45 mín.

Verkunartími:
Yfirleitt um 4-6 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið lyfið við herbergishita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka Parapró skaltu taka skammtinn þegar þú manst eftir honum og næsta skammt minnst 6 klst. síðar. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins nota í skamman tíma og einungis þegar þörf er á.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins til skammtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brjóstsviði, blóðugar eða svartar hægðir og miklir kviðverkir      
Höfuðverkur, sundl          
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Kviðverkir, ógleði, niðurgangur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Stífleiki í hnakka, höfuðverkur, ógleði eða uppköst, hiti og áttavilla.      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með astma
 • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með rauða úlfa (lupus)
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með hlaupabólu
 • þú hafir fengið magasár eða annan meltingarfærasjúkdóm
 • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm eða fjölskyldusögu um slíkt
 • þú sért með óþol eða ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum lyfjum
 • þú sért með blóðstorknunarsjúkdóm

Meðganga:
Ekki má taka inn lyfið á fyrsta eða þriðja þriðjungi meðgöngu. Ekki er ráðlagt að taka inn lyfið á öðrum þriðjungi nema nauðsyn krefur. Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir en eru viðkvæmari fyrir aukaverkunum lyfsins.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið. Sjúklingar með lifrarsjúkdóm mega ekki taka lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.