Parkódín forte

Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Kódein Paracetamól

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. apríl, 1992

Parkódín forte inniheldur tvö virk efni, paracetamól og kódein. Paracetamól hefur verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Verkjastillandi verkun þess byggist á áhrifum á heilann og á þá vefi þar sem verkurinn á upptök sín. Paracetamól ertir ekki magaslímhúð og hentar því þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga. Kódein hefur einnig verkjastillandi áhrif. Það er skylt morfíni en hefur nokkuð veikari áhrif. Kódein breytist að hluta til í morfín í líkamanum og er það talið skýra verkjastillandi áhrif þess. Auk þess hefur kódein nokkra hóstastillandi verkun. Lyfið er notað við verkjum eins og höfuðverk, tíðaverk og tannpínu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1-2 töflur í senn 1-4 sinnum á dag. Hver tafla inniheldur 500 mg paracetamól og 30 mg kódein.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-60 mín.

Verkunartími:
Verkjastillandi áhrif: 4-6 klst. Hitalækkandi áhrif: Um 8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu skammtinn sem fyrst ef þörf er á, annars má sleppa skammtinum og halda töku lyfsins áfram þegar þörf krefur. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar ekki er lengur þörf fyrir það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Mjög stórir skammtar geta valdið lifrarskemmdum, en einkenni eitrunar koma oft ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Hafðu því alltaf samband við lækni ef mjög stórir skammtar eru teknir, jafnvel þótt engra einkenna verði vart.

Langtímanotkun:
Langvarandi notkun lyfsins getur valdið nýrna- og lifrarskemmdum. Kódein getur auk þess valdið ávana og fíkn, sérstaklega ef teknir eru stórir skammtar.


Aukaverkanir

Lyfið veldur sjaldan aukaverkunum og þolist yfirleitt vel.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Höfuðverkur, þreyta          
Munnþurrkur, aukin svitamyndun          
Ógleði, hægðatregða          
Sjóntruflanir          
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Ekki skal taka önnur lyf samhliða sem innihalda paracetamól nema í fullu samráði við lækni. Lyfið getur aukið slævandi áhrif alkóhóls, róandi lyfja og svefnlyfja. Nokkur flogaveikilyf geta haft áhrif á verkun lyfsins auk þess sem lyfið getur haft áhrif á verkun blóðþynningarlyfja. Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta aukið sefandi áhrif lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú sért með blöðruhálskirtilsvandamál
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
  • þú sért með áfengissýki
  • þú eigir við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða

Meðganga:
Ekki skal nota Parkódín forte á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknisins. Regluleg notkun á meðgöngu getur valdið fráhvarfseinkennum hjá nýburanum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og skal því ekki nota það samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Parkódín forte má nota hjá börnum eldri en 12 ára gegn tímabundnum miðlungsalvarlegum til alvarlegum verkjum sem önnur verkjalyf svo sem parasetamól eða íbúprófen duga ekki gegn ein sér.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar en eftirlit í keppni með morfín/kódein hlutfalli.

Fíknarvandamál:
Parkódín forte getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.

Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið. Sjúklingar með lifrarsjúkdóm mega ekki taka lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.