Selincro

Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Nalmefem

Markaðsleyfishafi: Lundbeck | Skráð: 1. júní, 2013

Selincro inniheldur virka efnið nalmefen. Selincro er notað til að draga úr áfengisneyslu hjá fullorðnum sjúklingum með áfengissýki sem neyta ennþá mikils áfengis 2 vikum eftir fyrstu læknisheimsóknina. Áfengissýki er til staðar þegar einstaklingur er háður áfengisneyslu líkamlega eða andlega. Selincro hjálpar til við að draga úr áfengisneyslunni með því að hafa áhrif á þau ferli í heilanum sem valda lönguninni til að halda drykkjunni áfram.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Taka á Selincro eftir þörfum. Sjúklingur á að taka eina töflu hvern þann dag sem hann finnur fyrir hættu á áfengisneyslu, helst 1-2 klst. fyrir þann tíma sem búast má við að drykkjan hefjist. Hafi sjúklingur hafið áfengisneyslu án þess að taka Selincro, á hann að taka eina töflu eins fljótt og auðið er. Hámarksskammtur Selincro er ein tafla á dag. Það má ekki skipta filmuhúðuðu töflunni eða mylja hana þar sem nalmefen getur valdið húðnæmingu við beina snertingu við húð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klukkustundir.

Verkunartími:
Allt að 3 sólarhringar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef áfengisneysla er hafin án þess að Selincro hafi verið tekið, á að taka eina töflu eins fljótt og kostur er.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú telur að þú hafir tekið of margar Selincro töflur, skalt þú hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing. Sími á eitrunardeild Landspítalans er 543 2222.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til notkunar í langan tíma í senn.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun, hraður hjartsláttur        
Bólga í andliti, vörum eða hálsi og öndunarerfiðleikar      
Flökurleiki, uppköst og ógleði          
Höfuðverkur, sljóleiki, svimi eða svefntruflanir          
Þunglyndi, geðsveiflur, kvíði, geðrof        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan hjartasjúkdóm
  • þú sért með geðsjúkdóm

Meðganga:
Ekki er mælt með notkun Selincro á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Við brjóstagjöf þarf að ákveða í samráði við lækninn hvort hætta eigi brjóstagjöfinni eða hætta Selincro meðferðinni, með kosti brjóstagjafar fyrir barnið í huga og kosti meðferðarinnar fyrir móðurina.

Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Selincro hjá börnum eða unglingum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Áhrif þessa lyfs á akstur og notkun véla hafa ekki verið rannsökuð. Selincro getur valdið aukaverkunum eins og ógleði, svima, svefnleysi og höfuðverk. Flestar þessara aukaverkana voru vægar eða miðlungsalvarlegar, komu fyrir í byrjun meðferðar og stóðu yfir í fáeinar klukkustundir upp í fáeina daga. Þessar aukaverkanir geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða alls annars sem krefst árvekni, þ.m.t. við stjórnun véla.

Áfengi:
Alls ekki neyta áfengis meðan töflurnar eru teknar, ekki 2 klst. áður og ekki í 2 vikur eftir.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Selincro inniheldur mjólkursykur (laktósa). Leitið ráða hjá lækninum áður en þú byrjar að taka lyfið ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir vissum sykrum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.