PEDIPPI

Lyf við sársjúkdómi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt.

Virkt innihaldsefni: Ómeprazól

Markaðsleyfishafi: Oresund Pharma ApS | Skráð: 25. nóvember, 2022

Ómeprazól, virka efnið í lyfinu, dregur úr myndun á magasýru. Það er notað við sársjúkdómi í maga og skeifugörn og bólgu í vélinda vegna bakflæðis magasýru. Það er einnig notað ásamt sýklalyfjum við sýkingu af völdum bakteríunnar Helicobacter pylori. Ef ekki tekst að uppræta Helicobacter-sýkingu veldur hún endurteknum magasárum en til þess að vinna á henni þarf bæði sýklalyf og lyf sem minnka magasýruframleiðslu. Ómeprazól hindrar seyti magasýru úr sýrumyndandi frumum. Lyfið dregur þannig úr framleiðslu magasýru. Aukaverkanir lyfsins eru fátíðar og fæstar þeirra alvarlegar.

Sjá SPC texta og fylgiseðil hér.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 20 mg á dag. Börn 1 mánaða - 1 árs: 1 mg/kg 1 sinni á dag. Börn 10-20kg: 10-20 mg á dag. Börn >20kg: 20-40 mg á dag. Best er að taka lyfið að morgni á vastandi maga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á framleiðslu magasýru: 11-22 mín. eftir inntöku.

Verkunartími:
Um 24 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Verkun lyfsins getur minnkað ef það er tekið samhliða mjólkurvörum.

Geymsla:
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mixtúruduft er geymt við stofuhita til varnar við ljósi og raka. Blönduð mixtúra er geymd í kæli (2°C - 8°C). Blönduð mixtúra hefur 28 daga geymsluþol.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar töku lyfsins hættir. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Fullur bati næst gjarnan innan 2-8 vikna.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi í meltingarvegi og höfuðverkur.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur          
Kviðverkir og vindverkir          
Niðurgangur, hægðatregða          
Ógleði og uppköst          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og ginkgo geta dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 1 mánaða.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið syfju og svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur ert magaslímhúð. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.