Vydura
Mígrenilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Rímegepant
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 25. apríl, 2022
Vydura er mígrenilyf sem er notað til að meðhöndla eða fyrirbyggja mígreniköst hjá fullorðnum. Lyfið inniheldur virka efnið rímegepant sem að stöðvar virkni efnis í líkamanum sem kallast kalsítóníngenatengt peptíð (CGRP). En CGRP-gildi eru oft hækkuð hjá þeim sem eru með mígreni. Rímegepant loðir við sama viðtaka og CGRP og kemur þannig í veg fyrir að CGRP geti tengst viðtakanum. Þetta getur haft þau áhrif að stöðva virkt mígreniskast ásamt því að draga úr mígrenisköstum þegar lyfið er tekið fyrirbyggjandi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Frostþurrkuð tafla til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fyrirbyggjandi meðferð: 1 tafla annan hvern dag.
Við mígrenikast: 1 tafla eftir þörfum en ekki oftar en 1 sinni á sólarhring.
Taflan er leyst upp á tungu eða undir tungu og má taka hana með eða án matar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Allt að 2 klukkutímar.
Verkunartími:
2-48 klukkutímar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.
Geymsla:
Geymið lyfið í upprunalegum umbúðum til varnar raka þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef gleymist að taka skammt þegar lyfið er notað sem fyrirbyggjandi meðferð skal taka næsta skammt á venjulegum tíma. Það á ekki að tvöfalda skammt til að bæta upp skammtinn sem gleymdist.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Ógleði |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt milliverkar við Vydura og því má ekki taka það saman.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Aspendos
- Candizol
- Cardil
- Diflucan
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Ikervis
- Isoptin Retard
- Modafinil Bluefish
- Modiodal
- Rimactan
- Sandimmun Neoral
- Veraloc Retard
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Áhrif lyfsins hjá þunguðum konum er ekki þekkt, forðast á notkun þess.
Brjóstagjöf:
Takið lyfið einungis í samráði við lækni.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir en takmörkuð reynsla er af lyfinu hjá 65 ára og eldri.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.