Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörSamkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) þá fer þriðjungur alls matar á heimsvísu í ruslið. Það eru um 1.3 milljarður tonna af mat á ári.
Lifið heil tók hús á hlaupakennaranum Torfa H. Leifssyni hjá hlaup.is og inntum hann eftir ráðleggingum fyrir þá sem vilja stunda hlaup. Ekki stór á svörum og hér eru nokkur góð ráð, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Hugmyndin að Samfloti er alíslensk, byggð á reynslu þjóðar sem býr við vatnsauðlegð og stundar sund og sjóböð reglulega. Samflot hefur vakið mjög jákvæð viðbrögð hjá þeim sem það stunda, stofnendur hafa fengið mikið af ummælum frá fólki, sem lýsir góðum áhrifum fljótandi slökunar á heilsu og andlega vellíðan.
Terbinafin Actavis krem er sveppalyf notað við sýkingum af völdum sveppa sem eru næmir fyrir terbinafini.Terbinafin Actavis fæst án lyfseðils og hefur breiða sveppaeyðandi verkun m.a. til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (Athlete's foot eða Tinea Pedis) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida).
Hvernig er hægt að koma stjórn á blessaða hormónana. Fókusinn varðandi slík vandamál hefur mjög oft verið á konur á breytingaskeiði en þó er það svo að yngri konur lenda mjög oft í vandræðum og hormónaflippi.
Heilbrigð þarmaflóra mannslíkamanns myndar K2 vítamín sem er í flokki þeirra fituleysanlegu. Lengi hefur verið talið að þar myndist nægilegt magn fyrir líkamsstarfsemina en nú deila menn um þetta.
Chlorella er grænþörungur sem vex í ferskvatni og er óhemju vítamín og steinefnaríkur. Þörungurinn inniheldur til dæmis mikið af B12 vítamíni, en það er einmitt nokkuð algengt að líkamann vanti þetta nauðsynlega vítamín.
Þessi magnaða jurt vex víða og finnst í flestum heimsálfum. Alfalfa hefur verið mikið notuð með góðum árangri, gegn ýmsum kvillum í gegnum tíðina.
Bæðin kynin ganga í gegnum þetta skeið með ýmsum líkamlegum og andlegum fylgifiskum. Breytingaskeið kvenna er vel þekkt en færri hafa leitt hugann að breytingaskeiði karla. Eftir því sem árin líða og aldurinn færist yfir breytist samsetning líkamans.
Til að leiðbeina fólki hve mikið það á að taka inn af vítamínum og steinefnum hafa verið gefnir út ráðlagðir dagskammtar (skammstafað RDS) en það er magn nauðsynlegra næringarefna sem á að fullnægja næringarþörf þorra heilbrigðs fólks að mati sérfræðinga.
K-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína. Það safnast þó ekki fyrir í líkamanum heldur er því breytt í skautaðra efni sem skilst út úr líkamanum með þvagi og galli. K-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir myndun storkuþátta í lifrinni.
Fólínsýra tilheyrir B-vítamínunum og er því vatnsleysanleg eins og öll hin B-vítamínin. Hún gegnir m.a. stóru hlutverki í frumuskiptingu.
E-vítamín er í hópi fituleysanlegra vítamína, skilst þar af leiðandi ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn vítamínsins fyrir í honum.
D-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Það telst bæði vera vítamín og hormón. Húðin framleiðir D-vítamín og líkaminn geymir vítamínið einkum í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum.
C-vítamín læknar einn elsta og þekktasta sjúkóminn sem kemur af völdum næringarefnaskorts, eða skyrbjúg. Þaðan er nafnið einmitt komið, askorbínsýra (ascorbic acid), en ascorbic er komið úr latínu og merkir “án skyrbjúgs”.
B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín. Þau safnast ekki fyrir í líkamanum og valda því síður eiturverkunum en fituleysanlegu vítamínin ( A-, D-, E- og K-vítamín).
Kóbalamín verður eingöngu til í sérstökum örverum sem er til að mynda að finna í meltingarvegi, vatni og jarðvegi. Helstu fæðutegundir með kóbalamín eru magurt kjöt, kjúklingur, fiskur, mjólk og egg.
B6-vítamín, eða Pýridoxín, tekur þátt í myndun og umbroti þessara efna í líkamanum: Kolvetna, fitu, amínósýru, kjarnsýra, próteina og hemóglóbíns.
B5-vítamín, eða Pantótenat, finnst í ýmiss konar mat og á m.a. þátt í umbroti fitu, kolvetna og próteina.
B2-vítamín, eða Ríbóflavín, frásogast vel úr fæðu að öllu jöfnu en einungis 15% þess nær að frásogast sé vítamínsins neytt í töfluformi á fastandi maga.
B1-vítamín, eða Tíamín, er að finna í flestum próteinríkum fæðutegundum, þó aðallega í kjöti, heilhveiti, rúgmjöli og öðrum kornmat.
Meginhlutverk tíamíns tengist nýtingu kolvetna og orkumyndun.
A-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína og skilst því ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn þess fyrir, er lengur að skiljast út úr líkamanum sem aftur leiðir til aukinnar hættu á eitrun.
Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.
Sínk er snefilefni og er nauðsynlegt mörgum ensímum til að geta starfað eðlilega. Engir geymslustaðir virðast vera fyrir sínk í líkamanum, þess vegna þarf það að berast reglulega með fæðu eða vera tekið inn sem fæðubótarefni.
Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.
Mangan er lífsnauðsynlegt efni og er því ætíð til staðar í líkamanum. Mangan er aðallega geymt í orkukornum í líkamsfrumunum.
Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og helming þess er að finna í beinum.
Króm er steinefni, lífsnauðsynlegt líkamanum en aðeins í litlum mæli. Í mannslíkamanum eru um 6 grömm af krómi, mest er af krómi í hári, milta, nýrum og eistum.
Kopar er málmur og nauðsynlegur líkamanum, m.a. fyrir eðlilega starfsemi hemóglóbíns og við myndun bandvefs.
Í líkama manna eru 20-30 mg af joði og þriðjung þess er að finna í skjaldkirtlinum. Langflestir fá svalað dagsþörf sinni fyrir joð úr mat.
Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín og það er líka í öllum rauðum blóðkornum.
Flúor er steinefni sem finnst víða í náttúrunni. Flúor er í öllum vefjum líkamans, mest þó í tönnum og beinum.
Steinefni eru ólífræn efni og gegna mikilvægu hlutverki í margþættri líkamsstarfsemi manna og dýra.
Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm.
Í þessum texta eru skýringar á því hvernig virkni og skaðsemi náttúruefna er metin. Einnig eru skýringar á einkunnakerfinu sem notað er í textum um náttúruefnin hér á vefnum, og talið hvers konar upplýsingar koma fram undir hverjum undirkafla í þessum textum.
Amerísk trönuber eru rauð, súr aldin eða ber lítils, sígræns runna, trönuberjarunnans, sem vex villtur í mýrlendi í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum.
Berjasafinn er notaður í lækningaskyni og er hann m.a. talinn áhrifaríkur sem forvörn gegn þvagfærasýkingu.
Þessi vellyktandi, fölgula, rokgjarna olía er unnin úr laufblöðum plöntunnar Melaleuca alternifolia. Þessi runni vex villtur í mýrum og fenjum á afmörkuðum svæðum í Nýja Suður-Wales og Suður-Queenslandi í Ástralíu.
Orðið sólhattur er notað hér sem samheiti yfir náttúruafurðir þriggja tegunda sólhatta. Sólhattur hefur verið notaður í margar kynslóðir við ýmsum kvillum.