Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörMikilvægt er að passa vel upp á húðina, fylgjast með fæðingarblettum, nota sólarvörn og fyrirbyggja sprungur og sáramyndun eins og hægt er vegna þurrks/exems/húðsjúkdóma.
Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir um átta af hverjum tíu húðkrabbameinum ef allir færu eftir ráðleggingum um sólarvarnir og færu ekki í ljósabekki.
Retinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim.
Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju miðvikudaginn 26. maí 2021.
"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."
Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um.
Jenný Huld Eysteinsdóttir húðlæknir svarar þrettán spurningum um áhrif sólarinnar á húðina í þrettán stuttum myndböndum á vegum Krabbameinsfélagsins.
Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.
Rósroði er mjög algengur bólgusjúkdómur í húð sem lýsir sér oftast með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins. Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum.
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.
Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húðsjúkdómum hjá Húðlæknastofunni fjallaði um rósroða á lifandi streymi á facebooksíðu LYFJU þann 2. júní 2021.
Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum til að fá heilbrigða og frísklega húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.
Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum fyrir ólíukennda eða bólótta húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.
NEOSTRATA húðvörur eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Húðvörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né litarefni og eru ofnæmisprófaðar.
Arna Björk húðsjúkdómalæknir fjallaði um bólusjúkdóm í húðinni eða acne á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju 9. júní 2021. Bólur eru mjög algengar og eitthvað sem flestir þurfa að kljást við einhvern tímann á lífsleiðinni.
Tíðabikar er heilsusamlegri, auðveldari og umhverfisvænni kostur á tíðablæðingum. Hann er úr mjúku silikoni sem hægt er að nota aftur og aftur á meðan blæðingar standa yfir. Bikarinn safnar tíðablóðinu í stað þessa að sjúga það upp eins og t.d tíðartappar virka. Bikarinn má nota í allt að 12 tíma í senn.
Mikilvægt er að huga að húðumhirðu fyrir og samhliða krabbameinsmeðferð til að forðast erfiðar aukaverkanir.
Little bodies er húðlína sem var sérstaklega hönnuð fyrir börn með exem. Vörurnar eru mildar og án allra ertandi efna. Þær eru einnig lausar við lyf en geta þó virkað jafn vel án þess að valda aukaverkunum. Vörurnar henta allri fjölskyldunni og þær má nota að staðaldri.
Fjórar uppskriftir sem innihalda kollagen; Hresssandi Kollagen- og bláberjasmoothie, Kollagen súkkulaðibúðingur, Kollagen Chiagrautur og Bleikur kollagendrykkur.
Það að fá blöðru eða hælsæri á fæturnar getur verið sársaukafullt ef ekki er brugðist við í tíma. Compeed hælsæris- og blöðruplástrarnir koma í veg fyrir og lina sársaukann ef sár hefur þegar komið á fætur eða tær.
Útfjólublá geislun sólar getur valdið margvíslegum skaða og eykur hættu á húðkrabbameini. Á Íslandi er sólin sterkust í júní og júlí en huga þarf að sólarvörnum frá miðjum apríl og fram í seinnipart september. Þessa dagana er sólin sterk og mikilvægt að verja sig. Nokkur góð ráð frá Krabbameinsfélaginu.