Pirfenidone axunio

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt.

Virkt innihaldsefni: Pírfenídón

Markaðsleyfishafi: Axunio Pharma GmbH | Skráð: 20. júní, 2022

Pírfenídón er notað við meðferð á sjálfvakinni lungnatrefjun hjá fullorðnum. Sjálfvakin lungnatrefjun er ástand þar sem vefirnir í lungunum verða þrútnir og ör myndast í þeim, sem gerir djúpa öndun erfiða. Þetta veldur því að lungun eiga erfitt með að starfa almennilega. Pirfenidone axunio dregur úr örmyndun, þrota í lungunum og auðveldar öndun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 3 svar á dag (samtals 801 mg/dag) með mat fyrstu 7 dagana, 2 töflur 3 svar á dag (samtals 1.602 mg/dag) með mat daga 8 til 14, 3 töflur 3 svar á dag (samtals 2.403 mg/dag) með mat frá og með degi 15. Kyngið töflunum heilum með vatni, með eða eftir máltíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi getur haft áhrif á útskilnað Pírenídóns úr líkama.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti skalt þú taka hann um leið og þú manst eftir því, en láta líða minnst 3 klst. á milli skammta. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækninn, lyfjafræðing, eða slysadeild næsta sjúkrahúss ef þú hefur tekið fleiri hylki en þú átt að taka og taktu lyfið með þér. Einnig má hringja í 112.


Aukaverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Lystarleysi, þyngdartap          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Stoðkerfisverkir          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Sýkingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Greipaldinsafi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið nema í samráði við lækni.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Þú getur orðið viðkvæmari fyrir sólarljósi (ljósnæmisviðbrögð) á meðan þú tekur Esbriet. Forðastu sól (þ.m.t. sólbekki) á meðan þú tekur Pirfenidone axunio. Notaðu sólarvörn daglega og hyldu handleggi, fótleggi og höfuð til að minnka útsetningu fyrir sólarljósi. Þú ættir ekki að taka önnur lyf, svo sem tetracýklín sýklalyf (svo sem doxýcýklín), sem geta aukið næmi fyrir sólarljósi. Þú ættir að hætta að reykja fyrir og meðan á meðferð með Pirfenidone axunio stendur. Sígarettureykingar geta dregið úr áhrifum lyfsins. Pirfenidone axunio getur valdið þyngdartapi. Læknirinn mun fylgjast með þyngd þinni á meðan þú tekur lyfið. Þú þarft að fara í blóðprufu áður en þú byrjar að taka lyfið og mánaðarlega fyrstu 6 mánuðina og síðan á 3 mánaða fresti á meðan þú tekur lyfið, til að fylgjast með því hvort lifrin starfi eðlilega. Það er mikilvægt að þú farir reglulega í þessar blóðprufur á meðan þú tekur Pirfenidone axunio.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.