Fluoxetine Vitabalans

Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Flúoxetín

Markaðsleyfishafi: Vitabalans Oy | Skráð: 1. september, 2021

Flúoxetín Vitabalans, sem inniheldur virka efnið flúoxetín, er geðdeyfðarlyf. Það tilheyrir frekar nýjum flokki geðdeyfðarlyfja sem hafa sérhæfð áhrif á virkni taugaboðefnisins serótóníns í heila. Talið er að breytingar á starfsemi taugafrumna sem nota þetta boðefni séu ein af orsökum geðdeyfðar. Eldri geðdeyfðarlyf eru ekki eins sérhæfð og hafa áhrif á fleiri boðefni. Flúoxetín og skyld lyf virðast hafa svipaða virkni og eldri lyfin á einkenni geðdeyfðar, þau bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Nýrri lyfin hafa þó ekki eins róandi verkun og eru laus við margar alvarlegar aukaverkanir eldri lyfjanna. Einnig er minni hætta á eitrunum af völdum nýrri lyfjanna. Aftur á móti er líklegra að flúoxetín valdi einkennum eins og taugaveiklun, spennu og svefntruflunum, auk þess sem ógleði er algeng aukaverkun þess. Flúoxetín er notað við geðdeyfð, þráhyggjusýki, matgræðgiköstum (bulimia nervosa) og fyrirtíðavanlíðan.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
20-60 mg á dag. Má skipta þeim í tvennt.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fyrstu áhrif koma fram eftir 1-2 vikur, full verkun næst oft ekki fyrr en eftir 4 vikur.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Slepptu skammtinum sem gleymdist og haltu áfram að taka lyfið eins og venjulega eftir það. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir hafa verið stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Ógleði kemur fram hjá um 10% þeirra sem taka lyfið. Um 10-15% þeirra sem taka lyfið finna fyrir taugaveiklun og svefntruflunum í byrjun meðferðar. Algengt er að aukaverkanir í upphafi hverfi þegar meðferð er haldið áfram.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin eða minnkuð matarlyst          
Blæðingatruflanir          
Breytt bragðskyn          
Hiti, hrollur          
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot          
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Krampar        
Kviðverkir, hægðatregða          
Meltingartruflanir, vindgangur          
Minnkuð kynhvöt eða getuleysi          
Munnþurrkur, aukin svitamyndun          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Sjóntruflanir          
Skjálfti          
Taugaveiklun, óróleiki, svefntruflanir          
Útbrot og mikill kláði          
Öndunarerfiðleikar        
Þyngdartap          

Milliverkanir

Jóhannesarjurt og ginkgo geta haft áhrif á virkni lyfsins. Hjá sjúklingum með sykursýki getur meðferð með SSRI lyfjum haft áhrif á sykurstjórnun (blóðsykurslækkun eða blóðsykurshækkun). Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni og/eða sykursýkilyfjum til inntöku.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingasjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og skert viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlu magni hefur áfengi ekki áhrif á lyfið eða verkun þess. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.