Paxetin
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Paroxetín
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. janúar, 2005
Paxetin tilheyrir nýlegum flokki geðdeyfðarlyfja sem hafa sérhæfð áhrif á virkni taugaboðefnisins serótóníns í heila. Talið er að breytingar á starfsemi taugafrumna sem nota þetta boðefni séu hluti af orsökum geðdeyfðar. Eldri geðdeyfðarlyf eru ekki eins sérhæfð og hafa áhrif á fleiri boðefni. Paroxetín, virka efnið í Paxetin, og skyld lyf virðast hafa svipaða virkni og eldri lyfin á einkenni geðdeyfðar, þau bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Nýrri lyfin hafa þó ekki eins róandi verkun og eru laus við margar alvarlegar aukaverkanir eldri lyfjanna. Þau valda heldur ekki alvarlegum eitrunareinkennum við ofskömmtun. Paxetin er notað við geðdeyfð, áráttu- og þráhyggjusýki (obsessive-compulsive disorder), ofsahræðslu (panic disorder), félagsfælni, almennum kvíða og kvíða í kjölfar áfalls.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
10-60 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má ekki tyggja þær.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist og haltu áfram að taka lyfið eins og venjulega eftir það. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Þegar meðferð er hætt skal minnka skammta smám saman til að draga úr líkum á fráhvarfseinkennum. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir hafa verið mjög stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Algengast er að finna fyrir ógleði. Truflanir á kynhvöt hjá karlmönnum sem taka lyfið eru einnig nokkuð algengar, sérstaklega í upphafi meðferðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár eða lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir | |||||||
Krampar | |||||||
Minnkuð matarlyst, þyngdaraukning | |||||||
Munnþurrkur, aukin svitamyndun | |||||||
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða | |||||||
Rugl, ofskynjanir | |||||||
Skjálfti | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir | |||||||
Svimi, syfja, þreyta | |||||||
Truflun á kynlífi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þokusýn | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt og ginkgo geta haft áhrif á virkni lyfsins. Hjá sjúklingum með sykursýki getur meðferð með SSRI lyfjum haft áhrif á sykurstjórnun (blóðsykurslækkun eða blóðsykurshækkun). Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni og/eða sykursýkislyfjum til inntöku.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Aritavi
- Azilect
- Cymbalta
- Dexól
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Rasagilin Krka
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Yentreve
- Zoloft
Getur haft áhrif á
- Abilify
- Abilify Maintena
- Abilify Maintena (Lyfjaver)
- Akynzeo
- Almogran
- Aloxi
- Alvofen Express
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Arcoxia
- Aripiprazol Krka
- Aripiprazol Medical Valley
- Aripiprazol W&H
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Arzotilol
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Azarga
- Bloxazoc
- Brintellix
- Brintellix (Abacus Medicine)
- Bupropion Teva
- Buronil
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cipralex
- Cipramil
- Cisordinol
- Cisordinol Acutard
- Cisordinol Depot
- Citalopram STADA
- CitraFleet
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cloxabix
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Comtess
- Cosopt sine
- Coxerit
- Coxient
- Desmopressin Teva B.V.
- Desmopressin Zentiva
- Diacomit Lyfjaver
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Dynastat
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Emselex
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Etoricoxib Krka
- Fixopost
- Fluanxol Depot
- Fluanxol Mite
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fotil forte
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Galantamin STADA
- Ganfort
- Grepid
- Haldol
- Haldol Depot
- Hjartamagnýl
- Hypotron
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Imigran
- Imigran Radis
- Impugan
- Invega
- Klomipramin Viatris
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Litarex
- Logimax
- Logimax forte
- Maxalt Smelt
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Midodrin Evolan
- Minirin
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- NOCDURNA
- Noritren
- Nozinan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Olanzapin Actavis
- Oropram
- Paliperidon Krka
- Parapró
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxlovid
- Peratsin
- Persantin
- Picoprep
- Pirfenidone axunio
- Propranolol hydrochloride
- Relifex
- Relpax
- Rimactan
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Rivaroxaban WH
- Rizatriptan Alvogen
- Seloken
- Seloken ZOC
- SEM mixtúra
- Serdolect
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Strattera (Lyfjaver)
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Sufenta
- Sumatriptan Apofri
- Sumatriptan Bluefish
- Tambocor
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Timosan Depot
- Toradol
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- TREVICTA
- Trilafon dekanoat
- Truxal
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Volidax
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xalcom
- Xarelto
- Xeplion
- Zalasta
- Zeldox
- Ziprasidon Actavis
- Zoloft
- Zyban
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blæðingartilhneigingu
- þú sért með gláku
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum, hámarksskammtar eru minni.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og skert viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áhrif áfengis á lyfið eru ekki að fullu þekkt, því er óæskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.