Zoledronic Acid Teva

Lyf við sjúkdómum í beinum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Zóledrónsýra

Markaðsleyfishafi: Pharmachemie B.V. | Skráð: 16. ágúst, 2012

Virka innihaldsefnið í Zoledronic Acid Teva er zoledronsýra, sem tilheyrir flokki efna sem nefnist bisfosfonöt. Zoledronsýra verkar með því að festa sig við bein og hægja á eyðingu þeirra. Beinþynning er sjúkdómur sem lýsir sér í aukinni hættu á beinbrotum. Líkaminn er stöðugt að eyða gömlum beinvef og mynda nýjan og ríkir jafnvægi þar á milli ef allt er eðlilegt. Við beinþynningu þá raskast þetta jafnvægi og beintap verður meira en nýmyndunin. Zolendronic Acid Teva er notað til að koma í veg fyrir fylgikvilla í beinum, t.d. brot hjá fullorðnum sjúklingum með meinvörp í beinum, og til þess að draga úr magni kalsíums í blóði hjá fullorðnum sjúklingum, í þeim tilfellum þar sem það er of hátt vegna þess að æxli er til staðar. Æxli geta aukið eðlilega beineyðingu þannig að meira kalsíum losnar úr þeim en ella. Slíkt ástand nefnist blóðkalsíumhækkun vegna æxla (tumour-induced hypercalcaemia (TIH)).


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur til varnar sjúkdómseinkennum frá beinum hjá sjúklingum með langt gengna illkynja sjúkdóma er finnast í beinum er 4 mg af zoledronsýru á 3 til 4 vikna fresti. Sjúklingum ætti einnig að gefa daglega 500 mg af kalki og 400 a.e. af D-vítamíni til inntöku. Ráðlagður skammtur við blóðkalsíumhækkun er stakur 4 mg skammtur af zoledronsýru. Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi er ráðlagt að nota minni skammta af zoledronsýru. Fyrir hverja gjöf zoledronsýru skal mæla sermisþéttni kreatíníns.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Meðferðaráhrif koma fram eftir 2-3 mánuði þegar meðhöndluð eru einkenni vegna meinvarpa í beinum.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Gæta þarf vel að vökvabúskap sjúklinga fyrir og eftir notkun zoledronsýru. Mælt er með töku kalks og D-vítamíns samhliða lyfjagjöfinni.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Hafið samband við lækninn eða sjúkrahúsið eins fljótt og auðið er til þess að fá nýjan tíma.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Algengt er að greint hafi verið frá bráðri bólgusvörun innan þriggja daga frá gjöf zoledronsýru, með einkennum á borð við beinverki, hita, þreytu, liðverki, vöðvaverki, kuldahroll og liðbólgu sem fylgir þroti í liðum. Þessi einkenni ganga venjulega til baka innan nokkurra daga.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðleysi        
Höfuðverkur        
Blóðflagnafæð        
Sundl, náladofi, bragðskynstruflun, tilfinningadofi í húð, tilfinninganæmi í húð, skjálfti, svefnhöfgi        
Kvíði, svefntruflanir        
Tárubólga        
Háþrýstingur, lágur blóðþrýstingur, gáttatif, lágur blóðþrýstingur sem leiðir til yfirliðs eða losts        
Mæði, hósti, berkjuþrengingar        
Ógleði, uppköst, minnkuð matarlyst        
Niðurgangur, hægðatregða, kviðverkur, meltingartruflanir, munnbólga, munnþurrkur        
Kláði, útbrot (þar með talið roði og dröfnótt útbrot), aukinn sviti        
Beinverkir, vöðvaverkir, liðverkir, almennir verkir        
Vöðvakrampar, beindrep í kjálka      
Skert nýrnastarfsemi        
Bráð nýrnabilun, blóðmiga, próteinmiga        
Sótthiti, flensuheilkenni (þar með talin þreyta, kuldahrollur, slappleiki og hitaroði)        
Slen, bjúgur á útlimum, viðbrögð á stungustað, brjóstverkur, þyngdaraukning        
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði      
Blóðfosfatlækkun        
Aukning á kreatíníni og þvagefni í blóði, blóðkalsíumlækkun        
Blóðmagnesíumlækkun, blóðkalíumlækkun        

Milliverkanir

Sýna ber varúð þegar bisfosfonöt eru gefin með amínóglýkósíðum, calcitonini eða hávirkniþvagræsilyfjum (e. loop diuretics), vegna þess að þessi lyf gætu haft viðbótaráhrif sem leiða til lægri sermisþéttni kalsíums lengur en ætlast var til.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
  • þú sért með aðrar truflanir á efnaskiptum steinefna
  • þú sért með lágt kalsíum í blóði

Meðganga:
Ekki má nota Zoledronic Acid Teva á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota Zoledronic Acid Teva. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Aukaverkanir á borð við sundl og svefnhöfga geta haft áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sé áfengis neytt í miklu magni eykst hættan á byltum sem eykur hættuna á að sjúklingar detti og brotni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni

Annað:
Lyfið er gefið í bláæð. Zoledronic Acid Teva 4 mg/5 ml innrennslisþykkni sem búið er að þynna enn frekar í 100 ml á að gefa með einu innrennsli í bláæð á að minnsta kosti 15 mínútum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.