Gentamicin B. Braun

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Gentamícín

Markaðsleyfishafi: B.Braun Melsungen AG | Skráð: 1. ágúst, 2011

Gentamícín er breiðvirkt sýklalyf í flokki amínóglýkósíða. Lyfið berst inn fyrir frumuvegg bakteríanna þar sem það binst ríbósómeiningum þess. Ekki er vitað með vissu hvað orsakar dauða bakteríanna. Þó er talið að lyfið hindri mikilvæga próteinframleiðslu bakteríunnar auk þess sem þýðing á DNA-kóda hennar verður röng. Ónæmi gegn lyfinu þróast yfirleitt hægt.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislyf til gjafar í bláæð

Venjulegar skammtastærðir:
3-6mg/kg í 1-2 skömmtun á dag

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Misjafnt eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Mjög ólíklegt er að þetta gerist þar sem lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsmanni

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er notað í ákveðinn tíma uns sýking er horfin nema ofnæmi komi upp

Ef tekinn er of stór skammtur:
Mjög ólíklegt er að þetta gerist þar sem lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsmanni

Langtímanotkun:
Meðferð er venjulega 7-10 daga þó getur verið nauðsyn að gefa lyfið lengur


Aukaverkanir

Algengt er að skert nýrnastarfsemi komi fram sem gengur yfirleitt til baka þegar notkun lyfsins er hætt

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Heyrnaskerðing          
Lystarleysi, þyngdartap          
Ofnæmisútbrot í húð          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Skert nýrnastarfsemi, óeðlileg þvaglát og einkenni frá þvagrás          
Uppköst og ógleði          
Vöðvaverkir          

Milliverkanir

Þar sem lyfið hefur slæmar aukaverkanir á nýru og heyrn þarf að passa vel upp á önnur lyf sem tekin eru samtímis sem einnig gætu haft þær aukaverkanir.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með vöðvakvilla (myopathy)
  • þú sért með taugakvilla

Meðganga:
Lyf af flokki amínóglýkósíða fara yfir fylgju og geta haft áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
4-7 mg/kg í 1-2 stökum skömmtum

Eldra fólk:
Gætu þurft lægri skammta vegna skertrar nýrnarstarfsemi

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni. Veikindi geta haft áhrif á hæfni til akstur og stjórnun véla

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið er gefið undir eftirliti af heilbrigðisstarfsmanni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.