Sinalfa (afskráð júl. 2007)
óskráð | Verðflokkur: $medicine.getPriceCategory().name | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Terazósín
Markaðsleyfishafi: óskráð
Sinalfa er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli og of háum blóðþrýstingi. Góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli er kvilli sem er algengur hjá eldri karlmönnum og einkennist af erfiðleikum við þvaglát, svo sem þvagtregðu, tíðum þvaglátum og þvagleka. Þessi einkenni eru háð stærð blöðruhálskirtilsins, og líka vöðvaspennu sem myndast í neðri þvagvegum. Terazósín, virka efnið í Sinalfa, slakar á þessari vöðvaspennu í blöðruhálskirtli með því að blokka svonefnd alfa-viðtæki í líkamanum og þvagflæðið eykst. Lyfið dregur hins vegar ekki úr stækkun blöðruhálskirtilsins. Sinalfa er gefið tímabundið sjúklingum sem bíða aðgerðar vegna stækkunar á blöðruhálskirtli eða þeim sem geta síður farið í slíkar aðgerðir. Lyfið er einnig notað við of háum blóðþrýstingi. Það slakar á sléttum vöðvum í æðum svo að æðarnar víkka. Við það lækkar blóðþrýstingur og álag minnkar á hjartað. Terazósín má nota eitt og sér við of háum blóðþrýstingi en er auk þess oft notað með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum, einkum þvagræsilyfjum eða beta-blokkurum. Svo virðist sem lyfið hafi líka æskileg áhrif á blóðfitur. Athugið að lyfið getur í einstaka tilfellum valdið yfirliði, sérstaklega í upphafi meðferðar eða eftir skammtahækkun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Byrjað er á lágum skömmtum, venjulega 1 mg að kvöldi í nokkra daga, sem síðan eru auknir smám saman í samráði við lækni. Venjulegur viðhaldsskammtur er 5-10 mg á dag, gefinn í 1-2 skömmtum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Um 1 sólarhringur eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Getur valdið svima og yfirliði. Ef stórir skammtar hafa verið teknir og vart verður við slík einkenni eða önnur óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Reglulegt eftirlit með blóðþrýstingi er nauðsynlegt.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun lyfsins er svimi sem kemur fram hjá 10-15% þeirra sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur í útlimum | ![]() |
![]() |
|||||
Getuleysi | ![]() |
![]() |
|||||
Höfuðverkur, svimi, ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Nefstífla | ![]() |
![]() |
|||||
Sjóntruflanir | ![]() |
![]() |
|||||
Slappleiki, syfja | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Ef terazósín er gefið með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum er aukin hætta á yfirliðum vegna of mikillar blóðþrýstingslækkunar.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Atenolol Viatris
- Bloxazoc
- Duodart
- Duta Tamsaxiro
- Dutaprostam
- Dutasteride/Tamsulosin Teva
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Inspra
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Revastad
- Revatio
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Soltamcin
- Sotalol Mylan
- Tamsulosin Medical
- Tamsulosin Viatris
- Trandate
- Viagra
- Vizarsin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðþrýstingsvandamál
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og skert viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.