Cialis
Þvagfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tadalafíl
Markaðsleyfishafi: Lilly ICOS | Skráð: 1. febrúar, 2003
Cialis er notað við stinningarvanda karla. Tadalafíl, virka efni lyfsins, minnkar niðurbrot á æðavíkkandi efni í getnaðarlim. Þetta veldur slökun á sléttum vöðvum í limnum, blóðflæði til hans eykst og bætir þannig stinningu. Þetta æðavíkkandi efni myndast í limnum við kynferðislega örvun og því veldur lyfið ekki stinningu eitt sér heldur þarf örvun til þess að lyfið virki. Áhrif lyfsins eru að mestu leyti bundin við æðar í getnaðarlimnum. Það getur haft einhver æðavíkkandi áhrif á öðrum stöðum í líkamanum, en í venjulegum skömmtum eru þau óveruleg. Lyfið getur þó leitt til tímabundinnar lækkunar á blóðþrýstingi vegna þessara æðavíkkandi áhrifa. Cialis er ekki ætlað öðrum karlmönnum en þeim sem eiga í vandræðum með stinningu. Lyfið er alls ekki ætlað konum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-20 mg í senn einu sinni á dag. Lyfið er tekið inn a.m.k. 30 mín. fyrir samfarir. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 30 mín.
Verkunartími:
Allt að 36 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri. Hætta má töku þess hvenær sem henta þykir.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Þó eru meiri líkur á að aukaverkanir lyfsins komi fram eftir því sem stærri skammtar eru teknir. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Engin þekkt vandamál. Dagleg notkun lyfsins er ekki ráðlögð.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru yfirleitt tímabundnar og vægar. Algengustu aukaverkanirnar eru höfuðverkur og meltingartruflanir, sem koma fyrir í meira en 10% tilfella.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bakverkur eða vöðvaverkur | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Langvarandi stinning | |||||||
Meltingartruflanir, kviðverkir | |||||||
Nefstífla | |||||||
Roði eða hitatilfinning í andliti | |||||||
Sjónskerðing | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Vélindabakflæði | |||||||
Yfirlið |
Milliverkanir
Greipaldinsafi getur haft áhrif á lyfið og skal því ekki drekka hann samhliða töku lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Clarithromycin Krka
- Doxazosin Krka
- Klacid
- Revastad
- Revatio
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Vfend
- Viagra
- Vizarsin
- Voriconazole Accord
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með óeðlilegan getnaðarlim
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með mænuskaða eða annan sjúkdóm í miðtaugakerfi
- þú hafir fengið grindarholsáverka
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Óráðlegt er að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó dregið úr kyngetu.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Sjúklingar sem fá langvarandi stinningu sem varir í 4 klst. eða lengur eiga að hafa strax samband við lækni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.