Atenolol Viatris
Beta-blokkar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Atenólól
Markaðsleyfishafi: Viatris Limited | Skráð: 1. janúar, 1991
Atenólól tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkarar. Lyf í honum hindra áhrif boðefnanna adrenalíns og noradrenalíns á ýmis líffæri eins og hjarta og æðar. Beta-blokkarar skiptast í undirflokka eftir eiginleikum sínum, hvort þeir hafi sérhæfð áhrif á hjarta eða hvort þeir komist til miðtaugakerfis eða ekki. Atenólól hefur sérhæfð áhrif á hjartavöðva þar sem það minnkar samdráttarkraft hjartans og hjartsláttartíðni. Atenolol Viatris er notað við háþrýstingi, hraðtakti, bráðu hjartadrepi, til varnar gegn hjartaöng og sem varnandi meðferð eftir brátt hjartadrep.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
50-100 mg á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-4 klst.
Verkunartími:
A.m.k. 24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu skammtinn um leið og þú manst eftir honum. Ef færri en 8 klst. eru til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómur getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Forðast skal að hætta meðferð skyndilega.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru þreyta og slappleiki og koma fyrir hjá 0,5-5% þeirra sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hand- eða fótkuldi | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Hægur hjartsláttur | |||||||
Lágur blóðþrýstingur | |||||||
Niðurgangur, hægðatregða | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Svitamyndun | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Verkur fyrir brjósti, mæði | |||||||
Þreyta, slappleiki | |||||||
Versnun sykursýki |
Milliverkanir
Sé lyfið tekið með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum geta áhrif þeirra magnast. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Cordarone
- Grazax
- Isoptin Retard
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seretide
- Serevent
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
- Veraloc Retard
Getur haft áhrif á
- Actrapid
- Adalat Oros
- Adrenalin Mylan
- Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Arzotilol
- Azarga
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Bricanyl Turbuhaler
- Bufomix Easyhaler
- Candpress Comp
- Carbocain adrenalin
- Cardil
- Carvedilol Alvogen (áður Carveratio)
- Carvedilol STADA
- Catapresan (Undanþágulyf)
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cloxabix
- Cosopt sine
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Duodart
- Duokopt
- DuoResp Spiromax
- DuoTrav
- Duta Tamsaxiro
- Dutaprostam
- Dutasteride/Tamsulosin Teva
- Emla
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Etoricoxib Krka
- Eucreas
- Euthyrox
- Fiasp
- Fixopost
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Flutiform
- Fontex
- Fotil forte
- Galantamin STADA
- Galvus
- Ganfort
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Glucophage
- Humalog
- Humalog KwikPen
- Humalog Mix25 KwikPen
- Humulin NPH KwikPen
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Insulatard
- Insulatard FlexPen
- Insulatard InnoLet
- Janumet
- Januvia
- Januvia (Lyfjaver)
- Jentadueto
- Jext
- Kerendia
- Klomipramin Viatris
- Lantus [Clikstar]
- Lantus [Solostar]
- Levaxin
- Levemir FlexPen
- Levemir Penfill
- Lidbree
- Lidokain Mylan
- Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Magical Mouthwash
- Marcain adrenalin
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modifenac
- Multaq
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Noritren
- Novo Mix 30 Penfill
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoNorm
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Omnic
- Oxis Turbuhaler
- Parapró
- Pioglitazone Actavis
- Presmin Combo
- Relifex
- Relvar Ellipta
- Repaglinid Krka
- Rimactan
- Rinexin
- Saxenda
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sitagliptin Krka
- Sitagliptin Sandoz
- Sitagliptin STADA
- Sitagliptin Teva
- Sitagliptin Zentiva
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Solian
- Soltamcin
- Spiolto Respimat
- Striverdi Respimat
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Synjardy
- Tambocor
- Tamsulosin Medical
- Tamsulosin Viatris
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Toradol
- Toujeo [DoubleStar]
- Toujeo [Solostar]
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Trelegy Ellipta
- Trimbow
- Trixeo Aerosphere
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Ventoline
- Victoza
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Xalcom
- Xylocain
- Xylocain adrenalin
- Xylocain án rotvarnarefna
- Xylocain Dental Adrenalin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- lítið blóðflæði sé til útlima (kemur fram sem hand- eða fótkuldi)
- þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
- þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með psoríasis eða sögu um slíkt
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Minni skammtar eru notaðir ef nýrnastarfsemi er skert.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þreytu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur dregið úr áhrifum atenólóls á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Notkun lyfsins er bönnuð í sumum íþróttagreinum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.