Xeljanz

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tofacitinib

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. desember, 2017

Xeljanz inniheldur virka efnið tofacitinib. Það er notað til meðferðar við miðlungs alvarlegri eða alvarlegri virkri iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum, en iktsýki er langvarandi sjúkdómur sem einkum veldur verk og bólgu í liðum. Xeljanz er notað ásamt metótrexati þegar fyrri meðferð við iktsýki hefur ekki reynst fullnægjandi eða þoldist illa. Xeljanz er einnig hægt að nota eitt sér þegar meðferð með metótrexati þolist illa eða meðferð með metótrexati er ekki ráðlögð. Sýnt hefur verið fram á að Xeljanz dragi úr verkjum og bólgu í liðum og bæti getu til að sinna daglegum athöfnum þegar það er gefið eitt sér eða ásamt metótrexati.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Ein tafla (5mg) tvisvar á dag

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það getur verið einstaklingsbundið

Verkunartími:
Allt að 4 vikur

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Það má taka lyfið með eða án matar

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir skammt sem gleymst hefur að taka. Taktu næstu töflu á venjulegum tíma og haltu áfram sem fyrr.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Þú skalt ekki hætta að nota Xeljanz án þess að ræða það við lækninn.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef teknar eru fleiri töflur en mælt er fyrir um skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn eða lyfjafræðing. Sími eitunarvaktar Landspítala er 543 2222

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin hætta á sýkingum        
Brjóstsviði, blóðugar eða svartar hægðir og miklir kviðverkir          
Hiti          
Höfuðverkur          
Magaverkir          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar          

Milliverkanir

Ekki er mælt með notkun Xeljanz ásamt lyfjum sem bæla ónæmiskerfið. Þó er hægt að nota Xeljanz ásamt metótrexati en þá má búast við fleiri aukaverkunum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með alvarlega sýkingu
  • þú sért með berkla
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Konur á barneignaraldri þurfa að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Xeljanz stendur og í minnst 4 vikur eftir notkun síðasta skammts.

Brjóstagjöf:
Ef þú notar Xeljanz og ert með barn á brjósti skaltu hætta brjóstagjöf þar til þú hefur rætt við lækninn um að stöðva meðferðina með Xeljanz.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Tíðni sýkinga er hærri hjá sjúklingum sem eru 65 ára eða eldri. Láttu lækninn vita um leið og fram koma merki eða einkenni um sýkingu.

Akstur:
Lyfið hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Áfengi:
Lyfið getur haft aukaverkanir á meltingarfæri og því er æskilegt að neyta ekki áfengis eða gæta hófs í neyslu áfengis

Íþróttir:
Leyft við æfingar og keppni

Annað:
Gera skal hlé á meðferðinni ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu, þar til náðst hefur stjórn á sýkingunni. Fylgjast þarf með fjölda hvítra bóðkorna á meðan á meðferð stendur. Það er gert með því að taka blóðsýni áður en þú byrjar að nota Xeljanz, eftir 4 til 8 vikna meðferð og síðan á 3 mánaða fresti.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.