Næring og vellíðan (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

B2-vitamin

Vítamín : B2-vítamín

B2-vítamín, eða Ríbóflavín, frásogast vel úr fæðu að öllu jöfnu en einungis 15% þess nær að frásogast sé vítamínsins neytt í töfluformi á fastandi maga. 

B1-vitamin

Vítamín : B1-vítamín

B1-vítamín, eða Tíamín, er að finna í flestum próteinríkum fæðutegundum, þó aðallega í kjöti, heilhveiti, rúgmjöli og öðrum kornmat.
Meginhlutverk tíamíns tengist nýtingu kolvetna og orkumyndun.

A-vitamin

Vítamín : A-vítamín

A-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína og skilst því ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn þess fyrir, er lengur að skiljast út úr líkamanum sem aftur leiðir til aukinnar hættu á eitrun.

Almennt-um-vitamin

Vítamín : Almennt um vítamín

Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.

Sink

Steinefni og snefilefni : Sínk

Sínk er snefilefni og er nauðsynlegt mörgum ensímum til að geta starfað eðlilega. Engir geymslustaðir virðast vera fyrir sínk í líkamanum, þess vegna þarf það að berast reglulega með fæðu eða vera tekið inn sem fæðubótarefni.

Selen

Steinefni og snefilefni : Selen

Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.

Mangan

Steinefni og snefilefni : Mangan

Mangan er lífsnauðsynlegt efni og er því ætíð til staðar í líkamanum. Mangan er aðallega geymt í orkukornum í líkamsfrumunum.

Magnesium

Steinefni og snefilefni : Magnesíum

Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og helming þess er að finna í beinum.

Krom

Steinefni og snefilefni : Króm

Króm er steinefni, lífsnauðsynlegt líkamanum en aðeins í litlum mæli. Í mannslíkamanum eru um 6 grömm af krómi, mest er af krómi í hári, milta, nýrum og eistum.

Kopar

Steinefni og snefilefni : Kopar

Kopar er málmur og nauðsynlegur líkamanum, m.a. fyrir eðlilega starfsemi hemóglóbíns og við myndun bandvefs.

Kalk

Steinefni og snefilefni : Kalk

Kalk er uppistöðuefni beina og tanna en 99% af kalki líkamans er að finna í beinum og tönnum.

Jod

Steinefni og snefilefni : Joð

Í líkama manna eru 20-30 mg af joði og þriðjung þess er að finna í skjaldkirtlinum. Langflestir fá svalað dagsþörf sinni fyrir joð úr mat.

Jarn

Steinefni og snefilefni : Járn

Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín og það er líka í öllum rauðum blóðkornum.

Fluor

Steinefni og snefilefni : Flúor

Flúor er steinefni sem finnst víða í náttúrunni. Flúor er í öllum vefjum líkamans, mest þó í tönnum og beinum.

Steinefni og snefilefni : Almennt um steinefni

Steinefni eru ólífræn efni og gegna mikilvægu hlutverki í margþættri líkamsstarfsemi manna og dýra.

Náttúruvörur : Skýringar

Í þessum texta eru skýringar á því hvernig virkni og skaðsemi náttúruefna er metin. Einnig eru skýringar á einkunnakerfinu sem notað er í textum um náttúruefnin hér á vefnum, og talið hvers konar upplýsingar koma fram undir hverjum undirkafla í þessum textum.

Tronuber

Náttúruvörur : Trönuber

Amerísk trönuber eru rauð, súr aldin eða ber lítils, sígræns runna, trönuberjarunnans, sem vex villtur í mýrlendi í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum.
Berjasafinn er notaður í lækningaskyni og er hann m.a. talinn áhrifaríkur sem forvörn gegn þvagfærasýkingu.

Terunnaolia

Náttúruvörur : Terunnaolía

Þessi vellyktandi, fölgula, rokgjarna olía er unnin úr laufblöðum plöntunnar  Melaleuca alternifolia. Þessi runni vex villtur í mýrum og fenjum á afmörkuðum svæðum í Nýja Suður-Wales og Suður-Queenslandi í Ástralíu.

Solhattur

Náttúruvörur : Sólhattur

Orðið sólhattur er notað hér sem samheiti yfir náttúruafurðir þriggja tegunda sólhatta. Sólhattur hefur verið notaður í margar kynslóðir við ýmsum kvillum.

Q10

Náttúruvörur : Q10

Q10 er eitt úbíkvínóna, en þau eru náttúruleg efnasambönd sem myndast í nær öllum frumum líkamans. Þessi efni voru ekki uppgötvuð fyrr en 1957. Q10 tekur þátt í að vinna orku úr fæðuefnum í grunnefnaskiptum frumnanna. Það er einnig andoxunarefni.

Síða 3 af 5