Algengir kvillar Lyfjainntaka : Svitamyndun

Ég las á netinu að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði veitt leyfi fyrir nýju lyfi (Qbrexza) sem á að stöðva of mikla svitamyndun. Er þetta lyf komið í sölu hjá ykkur eða væntanlegt?

Algengir kvillar Lyfjainntaka : Sýklalyf, hvenær á að taka?

Ég er á pensilíni (Amoksiklav 625 mg) og er að taka 1 töflu 3 á dag, hvað á maður að láta líða mikinn tíma á milli ínntökur og hvað er verkunartími hverra töflu?

Algengir kvillar Lyfjainntaka : Sýklalyf

Ég er að taka Amoixicillin Mylar 500 mg á að taka acetaphhillus með en ég er með á heimilinu Bio-Cult. Kemur það sér eins vel?

Algengir kvillar Ofnæmi : Krónískar nefstíflur

Ég virðist vera kominn með króníska stíflu í nefið og oft er ég með stíflu í ennisholunum líka sem veldur höfuðverk. Er til eitthvað gott við þessu, þá sérstaklega þessu í ennisholunum?

Algengir kvillar Lyfjagjöf til barna Lyfjainntaka : Njálgur

Nú var sonur minn að leika við vinkonu sína á föstudaginn sl. og í ljós kom að stelpan var með njálg. Ég hef ekki fundið njálg í honum en hann er að klóra sér mikið. Er hægt að kaupa lyfin við þessu án þess að hafa fundið njálg ? 

Algengir kvillar Sveppasýking Sýkingar í munni : Þruska í munni

Er til eitthvert lausasölulyf við þrusku í munni (á fullorðnum)?

Algengir kvillar Ferðir og ferðalög : Sólbruni

Hvaða krem er best að nota á blöðrur sem hafa myndast við sólbruna?

Algengir kvillar Náttúruvörur Næring : Vítamín við svefnvandamálum

Eu ekki einhver vítamín sem svipar til Melatonins fyrir utan Magnesíum sem hjálpar fólki að sofna sem á erfitt með svefn ?

Finnst alveg eins og ég hafi lesið um það að það væri til hjá ykkur, eitthvað með Melatonin í.

Algengir kvillar Steinefni og snefilefni : Sinadráttur á næturnar

Er að berjast við sinadrátt sem ég fæ oft á næturnar í kálfa er eitthvað sem virkar vel til að losna við þetta

Algengir kvillar Húð Húðsjúkdómar : Sár hjá munni

Ég er með stórt þurrt sá hjá munni báðum meginn og ég var að pæla hvort þið ættuð varagaldur og hvort það myndi virka? Eða er einhvað annað krem sem gæti grætt þetta sem fyrst? 

Algengir kvillar Almenn fræðsla Næring : Andfýla

Getur andfýla tengst slími sem lekur á bakvið nefið og ofan í háls? Með hverju er það læknað? 

Algengir kvillar : Gyllinæð

Er með einkenni gyllinæðar. Er mikið á reiðhjóli. Hvaða krem eða lækning er best við þessu. Er hættulegt að hjóla með gyllinæð. For i 4 tima hjolatur án vandræða i gær. Bar krem a þetta sem að lagaði talsvert.

Algengir kvillar Steinefni og snefilefni : Fótaóeirð

Ég á erfitt með að slappa af á kvöldin og liggja kyrr vegna fótaóeirðar. Einhver mælti með að taka magnesíum og kalk. Á ég að kaupa fyrsta magnesíum kalk pillurnar sem ég sé eða skiptir máli hvernig magnesíum ég kaupi?

Algengir kvillar Ferðir og ferðalög : Slæmt mýbit

Hvað virkar best á slæmt mýbit. Mikill roði í húð og bólgur, en ekki blöðrur. Viðþolslaus kláði

 

Algengir kvillar Almenn fræðsla : Munnþurrkur

Er hægt að fá töflur við munnþurki sem heita isla med hydro+

Ég gat keypt svoleiðis í handkaupi í apóteki í þyskalandi en hef ekki fundið hér . Mér þætti vænt um að fá upplýsingar hvort og þá hvar þetta fengist hér á landi.

Algengir kvillar Lausasölulyf : Gyllinæð

Ég er að leita eftir kremi eða smyrsli á gyllinæð

Algengir kvillar : Hrotur

Eigið þið eitthvað sem gagnast við hrotum ? Ég heyrði t.d um spray sem heitir snoreeze . Er það eitthvað sem gæti virkað ?