Nitromex (afskráð apr. 2012)

Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: $medicine.getPriceCategory().name | Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Glýcerýlnítrat (nítróglýserín)

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. nóvember, 1981

Glýcerýlnítrat, virka efnið í Nitromex, er æðavíkkandi efni sem hefur mest áhrif á bláæðar og kransæðar. Víkkun bláæða veldur því að blóðflæði til hjartans minnkar en þá dregur úr álagi á hjartað og súrefnisþörf hjartavöðvans. Víkkun kransæða veldur auknu blóðflæði um hjartavöðva. Nitromex tungurótartöflur eru notaðar við bráðri hjartaöng.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Tungurótartöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,25-0,50 mg í senn við fyrstu einkennum, á 5 mín. fresti eftir þörfum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 mín.

Verkunartími:
10-30 mín.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið missir virkni sína hratt ef umbúðir eru opnaðar oft eða þær hafðar opnar lengi.

Ef skammtur gleymist:
Ef lyfið er tekið að staðaldri og skammtur gleymist skaltu fara eftir leiðbeiningum læknis í hverju tilfelli fyrir sig.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hjartaöng getur komið fram þegar töku lyfsins er hætt skyndilega eftir stöðuga notkun. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar geta valdið svæsnum höfuðverk, svima, ógleði eða skertri meðvitund. Hafðu samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir.

Langtímanotkun:
Áhrif lyfsins minnka að einhverju leyti með tímanum, sérstaklega ef það er mikið notað. Æskilegt er að fylgjast reglulega með blóðþrýstingi á meðan lyfið er notað.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar, þ.e. tíðari eða verri eftir því sem skammtar eru stærri.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, svimi          
Roði og hiti í andliti eða hraður hjartsláttur          
Sjóntruflanir          
Yfirlið          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Viðkvæmara fyrir sumum aukaverkunum lyfsins.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og skertri aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Eykur æðavíkkandi áhrif lyfsins og getur valdið blóðþrýstingsfalli. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
 


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.