Adempas

Blóðþrýstingslækkandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Riociguat

Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 1. desember, 2014

Adempas inniheldur virka efnið riociguat sem víkkar lungnaslagæðar (æðarnar sem tengja hjartað við lungun) og gerir þar með hjartanu auðveldara fyrir að dæla blóði um lungun. Adempas má nota handa sjúklingum með langvinnan lungnaháþrýsting vegna segareks sem ekki er hægt að laga með skurðaðgerð, eða eftir skurðaðgerð hjá sjúklingum með viðvarandi eða endurkominn hækkaðan blóðþrýsting í lungum. Adempas er einnig notað við tilteknum gerðum lungnaslagæðaháþrýstings, þ.e. lungnaslagæðaháþrýstingi af ókunnum orsökum, arfgengum lungnaslagæðaháþrýstingi og lungnaslagæðaháþrýstingi af völdum bandvefskvilla. Læknirinn mun athuga hvort lyfið hentar þér. Adempas má taka eitt sér eða ásamt öðrum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla lungnaslagæðaháþrýsting. Lyfið er ætlað til notkunar á sjúkrahúsum en er á lista SÍ yfir S-merkt lyf til notkunar utan heilbrigðisstofnana og fæst því afgreitt með niðurgreiðslu í apótekum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður upphafsskammtur er ein 1 mg tafla tekin 3 sinnum á dag í 2 vikur með eða án matar. Læknirinn mun auka skammtinn á 2 vikna fresti í að hámarki 2,5 mg 3 sinnum á dag (hámarksdagsskammtur nemur 7,5 mg) nema þú finnir fyrir aukaverkunum eða fáir mjög lágan blóðþrýsting. Ef svo er mun læknirinn ávísa þér Adempas af hæsta skammti sem þér líður vel af. Hjá sumum sjúklingum kunna minni skammtar þrisvar á dag að nægja, en læknirinn mun velja besta mögulega skammtinn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það getur tekið allt að 1-2 vikur að ná verkun áður en hugað er að hækkun á skammti.

Verkunartími:
Nokkrir dagar

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef þú gleymir skammti skaltu taka næsta skammt samkvæmt áætlun.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að taka töflurnar nema læknirinn hefur sagt til um það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú eða einhver annar tekur fleiri töflur en mælt er fyrir um, látið lækninn vita eða farið samstundis á sjúkrahús, taktu lyfjapakkningarnar með þér. Hafið samband við eitrunarmiðstöð LSH í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Engin þekkt alvarleg vandamál.


Aukaverkanir

Alvarlegustu aukaverkanirnar eru: Blóðhósti (algeng aukaverkun), bráð blæðing frá lungum sem getur valdið blóðhósta, banvæn tilvik komu fram (sjaldgæf aukaverkun). Ef þetta gerist skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn þar sem þú þarft hugsanlega á bráðri læknismeðferð að halda.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hjartsláttarónot          
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur        
Höfuðverkur, svimi          
Uppköst, ógleði, kviðverkir og meltingatruflanir          

Milliverkanir

Þú mátt ekki nota Adempas ef þú ert með lágan blóðþrýsting (slagbilsþrýsting sem er lægri en 95 mmHg) áður en meðferð er fyrst hafin með lyfinu eða ef þú ert með aukinn þrýsting í lungnablóðrás sem tengist örmyndun í lungum af óþekktum orsökum (lungnabólgu af óþekktum orsökum). Þú mátt ekki nota Adempas þú tekur lyf eða efni sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (svo sem amýlnítrít) í hvaða formi sem er. Þetta á einnig við um „vellíðunarefni“ (svokallaða „poppers”).

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með blóðsjúkdóm
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi

Meðganga:
Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Adempas stendur.

Brjóstagjöf:
Konur sem hafa barn á brjósti eiga ekki að nota Adempas vegna hættu á alvarlegum aukaverkunum hjá börnunum. Hætta á brjóstagjöf meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Skammtar geta verið minni

Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Óráðlegt er að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Ekki unnt að útiloka að áfengi hafi áhrif.

Íþróttir:
.

Annað:
Ef þú átt erfitt með að gleypa heila töflu skaltu ræða við lækninn um aðrar aðferðir til að taka Adempas. Mylja má töfluna og blanda henni við vatn eða mjúka fæðu, svo sem eplamauk, rétt áður en hún er tekin.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.