Imigran
Mígrenilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Súmatriptan
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline
Imigran er mígrenilyf. Verkirnir sem fylgja mígreni eru taldir stafa af víkkun slagæða í heila. Virka efnið súmatriptan hefur sérhæfð áhrif á þessar æðar og veldur því að þær dragast saman. Lyfið er notað við mígreniköstum og hefur áhrif, hvort sem það er tekið þegar verkur er að byrja eða eftir að verkurinn er kominn. Hins vegar á ekki að nota það sem fyrirbyggjandi lyf við mígreni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Nefúði og stungulyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
Nefúði: 20 mg (einn skammtur) í aðra nösina um leið og vart verður við verk. Mest 2 skammtar (40 mg) á sólarhring og með a.m.k. 2 klst. millibili. Stungulyf: 6 mg um leið og vart verður við verk. Ef þörf er á fleiri skömmtum verða að líða minnst 1 klst. frá fyrsta skammti. Ekki má nota meira en 12 mg á sólarhring.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
10-15 mín. eftir stungulyf (undir húð) og 15 mín. eftir nefúða.
Verkunartími:
Hámarks áhrif eftir notkun stungulyfs koma fram eftir 1½-2 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum og upprunalegum umbúðum varið ljósi, við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nefúðinn má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað við mígreniverkjum, ekki að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins tekið á meðan mígreniverkur er að ganga yfir.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Súmatriptan er ekki notað að staðaldri heldur aðeins til þess að slá á mígreniköst.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting í nefi (nefúði) | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Krampar | |||||||
Mæði | |||||||
Náladofi | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Óþægindi á stungustað (stungulyf) | |||||||
Roði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkir | |||||||
Þreyta, þróttleysi | |||||||
Þyngsla- eða þrýstingstilfinning í brjósti og hálsi | |||||||
Sundl, syfja | |||||||
Hita- eða kuldatilfinning |
Milliverkanir
Varasamt er að taka mígrenilyf sem innihalda ergotamín, þ.e. Anervan, samtímis Imigran. Imigran má ekki taka innan 24 klst. frá því að ergotamín er tekið. Ergotamín má ekki taka innan 6 klst. frá því að súmatriptan er tekið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Aritavi
- Brintellix
- Brintellix (Abacus Medicine)
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cymbalta
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Litarex
- Oropram
- Paxetin
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sufenta
- Yentreve
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðrásarkvilla
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með háþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sögu um hjarta- eða æðasjúkdóm
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Forðast skal brjóstagjöf í 12 klst. eftir að lyfið er notað.
Börn:
Stungulyfið er ekki ætlað börnum. Nefúðinn er ekki ætlaður börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað fólki eldra en 65 ára.
Akstur:
Lyfið getur valdið syfju og skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi aukaverkanir lyfsins. Áfengi getur auk þess komið mígrenikasti af stað hjá sumum sjúklingum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.