Duloxetine Medical Valley

Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Duloxetín

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 12. ágúst, 2022

Duloxetin er notað til að meðhöndla þunglyndi, kvíðaröskun eða til að meðhöndla taugaverki vegna sykursýki. Einkenni taugaverkja geta verið sviði, stingir, náladofi og verkir. Svæðið getur orðið tilfinningalaust og utanaðkomandi áhrif eins og snerting, hiti, kuldi eða þrýstingur geta valdið sársauka. Talið er að duloxetín, virka efnið í lyfinu, verki á sársauka með því að efla sársaukahamlandi brautir innan miðtaugakerfisins. Duloxetín hefur sambærileg áhrif og önnur geðdeyfðarlyf á þunglyndi, það bætir skap, eykur líkamlega virkni og áhuga á daglegu lífi með því að hafa áhrif á serótónín og noradrenalín sem eru taugaboðefni í heila. Þessi áhrif koma aðeins fram hjá sjúklingum með geðdeyfð en sjást ekki ef heilbrigðir taka lyfið.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Magasýruþolin hörð hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
60-120 mg á dag. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-4 vikur við þunglyndi og kvíða, innan við viku við taugaverkjum.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráð við lækni. Þegar hætta á notkun lyfsins skal minnka skammtinn smám saman á 2 vikum áður en meðferð er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef stórir skammtar eru teknir eða ef óvenjuleg einkenni koma fram.

Langtímanotkun:
Endurmeta skal ávinning meðferðarinnar reglulega.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru slappleiki, ógleði, munnþurrkur, hægðatregða, svimi, þreyta og svefntruflanir en yfir 10% finna fyrir þeim.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hitakóf, aukin svitamyndun, nætursviti          
Lystarleysi, þyngdartap          
Minnkuð kynhvöt, ristruflanir, fá ekki fullnægingu          
Munnþurrkur          
Niðurgangur, hægðatregða          
Ógleði og uppköst          
Sjóntruflanir          
Spenna, skjálfti, geispar          
Svimi, þreyta, svefntruflanir          
Vöðvasamdráttur          
Þvagtregða hjá körlum          

Milliverkanir

Þú átt ekki að taka Duloxetine Medical Valley ef þú ert að taka, eða hefur nýlega tekið (innan 14 daga) annað þunglyndislyf sem kallast mónóamínoxidasahemill (MAO-hemill). Sem dæmi um MAO-hemla má nefna móklóbemíð (þunglyndislyf) og linezólíð (sýklalyf). Notkun MAO-hemla samhliða Duloxetine getur valdið alvarlegum eða jafnvel lífshættulegum aukaverkunum. Gæta skal varúðar þegar lyfið er tekið samhliða lyfjum sem valda syfju: Þetta eru lyf sem læknir ávísar, eins og benzódiazepín, sterk verkjalyf, geðrofslyf, fenóbarbital og andhistamín. Einnig lyfjum sem hækka serótóníngildi: Triptanlyf, tramadól, trýptófan, SSRI-lyf, SNRI-lyf, þríhringlaga þunglyndislyf, petidín og jóhannesarjurt. Þessi lyf auka hættuna á aukaverkunum; ef þú færð einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni. Gætið skal varúðar ef Duloxetin er tekið samhliða lyfju sem þynna blóðið eða sem koma í veg fyrir blóðstorknun. Getur aukið hættuna á blæðingum. Fólk sem reykir hefur um 50% lægri styrk af lyfinu í blóði samanborið við þá sem reykja ekki. Því gæti þurft að auka skammta ef svörun við lyfinu er ekki nægjanleg í venjulegum skömmtum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með gláku
 • þú sért með háan blóðþrýsting eða hjartasjúkdóm
 • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
 • þú reykir
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
 • þú hafir greinst með geðhæð eða geðhvarfasýki
 • þú ert að taka, eða hefur tekið á síðustu 14 dögum, annað lyf sem er MAO-hemill

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema að vel athuguðu máli.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir en gæta skal varúðar, sérstaklega ef hámarksskammtur er gefinn.

Akstur:
Lyfið getur valdið syfju og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Áfengi:
Gæta skal varúðar sé áfengi drukkið meðan á meðferð stendur. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Mælt er með notkun í nokkra mánuði eftir að svörun hefur fengist til að forðast bakslag.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.