Intuniv

Blóðþrýstingslækkandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Gúanfacín

Markaðsleyfishafi: Shire Pharmaceuticals | Skráð: 1. október, 2020

Intuniv inniheldur virka efnið gúanfacín. Gúanfacín er þekkt blóðþrýstingslækkandi lyf en lyfið hefur einnig áhrif á heilastarfsemina. Verkunarmáti lyfsins í miðtaugakerfinu er ekki að fullu þekktur en lyfið bætir athygli og einbeitningu ásamt því að draga úr hvatvísi og ofvirkni. Lyfið er ekki övandi. lntuniv er notað til að meðhöndla athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum og unglingum á aldrinum 6-17 ára þegar örvandi lyf sem yfirleitt eru notuð duga ekki til. ADHD getur valdið erfiðleikum í daglegu lífi. Sjúkdómurinn veldur meðal annars því að börn geta átt erfitt með nám þar sem þau eiga erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1-7 mg 1 sinni á dag. Tekið inn annaðhvort að morgni eða kvöldi. Ekki má brjóta, mylja eða tyggja töflurnar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1-3 vikur.

Verkunartími:
Um það bil 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki taka inn lyfið með fituríkum mat og ekki drekka greipaldinsafa með lyfinu.

Geymsla:
Geymist við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka inn lyfið skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Ef þú gleymir að taka 2 eða fleiri skammta skaltu hafa samband við lækni því þú gætir þurft að byrja aftur að taka lyfið í minni skömmtum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Ef hætt er að taka lyfið skyndilega getur það valdið fráhvarfseinkennum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal strax hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf vel með vexti, þroska og skapgerð barna ásamt blóðþrýstingi, hjartsláttartíðni og svörun við meðferð.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á hjártsláttarhraða          
Brjóstverkur          
Geðbreytingar          
Krampar eða flog        
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Lágur blóðþrýstingur, hægur hjartsláttur        
Lystarleysi, pirringur          
Lystarleysi, þyngdaraukning          
Svefnerfiðleikar, martraðir          
Syfja, slæving        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Hár blóðþrýstingur          
Yfirliðstilfinning        

Milliverkanir

Gæta skal varúðar þegar lyfið er tekið inn með blóðþrýstingslækkandi lyfju og lyfjum sem bæla miðtaugakerfið eins og róandi lyfjum, svefnlyfjum og geðrofslyfjum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm eða fjölskyldusögu um slíkt
  • þú sért með einhverja aðra geðsjúkdóma
  • þú hefur fundið fyrir sjálfsvígshugsunum

Meðganga:
Lyfið á ekki að taka inn á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki taka inn lyfið meðan á brjóstagjöf stendur nema læknir hefur sagt þér annað.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum ynrgi en 6 ára.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.

Akstur:
Lyfið getur valdið sundli og syfju, einkum í upphafi meðferðar. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skaltu ekki aka bíl. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki drekka áfengi meðan á meðferð með lyfinu stendur því það getur valdið syfju eða svefndrunga.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.