Testogel

Karlhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Testósterón

Markaðsleyfishafi: Laboratoires Besins | Skráð: 1. desember, 2003

Testogel inniheldur karlhormónið testósterón. Testósterón myndast í mestu magni í eistum karla en líka í litlu magni í eggjastokkum kvenna og nýrnahettum hjá báðum kynjum. Hormónið hefur áhrif á líkamsbyggingu, kynfæri, fitudreifingu, efnaskipti og hárvöxt en hefur auk þess vefjauppbyggjandi verkun. Testósterón er gefið karlmönnum ef lítið eða ekkert myndast af því í líkamanum, t.d. vegna sjúkdóma eða erfðagalla. Í vissum tilfellum er testósterón gefið konum sem eru með illkynja æxli í kynfærum eða brjóstum. Testósterón hefur nær enga virkni ef það er tekið í töfluformi. Testogel er notað sem uppbótarmeðferð vegna vanseytingar kynkirtla karla þegar testósterón skortur hefur verið staðfestur.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis hlaup.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtapokar: 1 poki (50 mg testósterón). Pumpa: 2 dælingar. Lyfið er borið á hreina og þurra húð í þunnu lagi 1 sinni á dag, helst á sama tíma dags, að morgni. Hendur skal þvo eftir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
3-4 sólarhringar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni testósterónskorts koma aftur þegar notkun lyfsins lýkur. Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru notaðir eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Aukaverkanir eru tíðari þegar lyfið er notað í langan tíma.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar eru áhrif á húð.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brjóstastækkun, eymsli í brjóstum          
Gula          
Hárlos          
Háþrýstingur          
Höfuðverkur, sundl          
Minnisleysi          
Náladofi          
Niðurgangur          
Roði, þurr húð og bólur          
Skapgerðarbreytingar          
Taugaveiklun, aukin líkamsþyngd, langvinn og tíð stinning          
Útbrot og mikill kláði          
Þvagtregða          

Milliverkanir

Testogel getur haft áhrif á blóðþynningarlyf sem tekin eru inn, barkstera og skjaldkirtilslyf. Notkun andrógena (testósteróns) getur minnkað insúlínþörf hjá sykursjúkum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með háþrýsting
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með öndunarfærasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum. Það getur aukið líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Þungaðar konur verða að forðast snertingu við svæði sem lyfið hefur verið borið á (t.d. á maka).

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað drengjum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulega ekki notað. Aukin hætta er á stækkun blöðruhálskirtils hjá eldri karlmönnum.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.

Annað:
Konur ættu ekki að nota Testogel þar sem möguleiki er á karllegum einkennum. Testósterón hlaup getur borist milli fólks við nána húðsnertingu ef engar varúðarráðstafanir eru viðhafðar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.