Depo-Medrol

Barksterar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metýlprednisólón

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. desember, 1972

Depo-Medrol inniheldur barksterann metýlprednisólón. Lyfið bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið og það hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Depo-Medrol er notað við sjúkdómum sem valda miklum eða langvarandi bólgum, t.d. gigtveiki og astma, langvinnum húðsjúkdómum og alvarlegum ofnæmiseinkennum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í lið og vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Misjafnar eftir sjúkdómsástandi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir sjúkdómsástandi.

Verkunartími:
16 dagar eftir gjöf í lið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Læknir gefur yfirleitt lyfið. Hafðu samband við lækni ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni eða ef notaðir eru stórir skammtar skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Meiri líkur eru á almennum aukaverkunum af völdum lyfsins þegar það er notað í langan tíma. Metýlprednisólón er yfirleitt notað í skamman tíma í senn.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru yfirleitt háðar skammtastærð og tímalengd meðferðar. Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir við langvarandi notkun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Beinþynning          
Bjúgur, hækkaður blóðþrýstingur          
Fitusöfnun í andliti og á bol          
Skapgerðarbreytingar          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Sýkingar og sár gróa hægar          
Sykursýki versnar og dulin sykursýki getur brotist fram          
Vaxtarhömlun hjá börnum          
Vöðva- og húðrýrnun          

Milliverkanir

Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast samhliða meðferð á barksterum. Barksterar geta valdið blóðsykurshækkun og getur því þurft að leiðrétta skammta sykursýkilyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
  • þú hafir einhvern tíma átt við geðræn vandamál að stríða
  • þú hafir fengið magasár
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Sama notkun og hjá fullorðnum.

Eldra fólk:
Meiri hætta er á aukaverkunum. Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið líkur á myndun magasárs af völdum metýlprednisólóns. Haltu neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.