Alkindi

Barksterar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Hýdrókortisón

Markaðsleyfishafi: Diurnal Europe B.V | Skráð: 1. ágúst, 2019

Alkindi inniheldur virkt efni sem nefnist hýdrókortisón (stundum nefnt kortisól). Hýdrókortisón er sykursteri sem tilheyrir lyfjaflokki sem er þekktur sem barksterar. Sykursterar myndast náttúrulega í líkamanum í nýrnahettunum og hjálpa til við að viðhalda almennu heilsufari og heilbrigði. Alkindi er notað sem uppbótarmeðferð við vanstarfsemi nýrnahetta hjá ungabörnum, börnum og unglingum að 18 ára aldri. Vanstarfsemi nýrnahetta verður þegar nýrnahettan (rétt fyrir ofan nýrun) framleiðir ekki nægilegt hormónakortisól oft vegna meðfædda nýrnahettustækkun. Þessir einstaklingar þurfa á uppbótarmeðferð að halda til að halda lífi. Alkindi kemur í stað náttúrulegs kortisóls sem vantar við nýrnahettubilun. Lyfið veitir líkamanum hýdrókortisón yfir daginn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Kyrni til inntöku í hylkjum sem á að opna.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundnar. Hylkjaskelina má ekki gleypa heldur skal opna hylkið og gleypa kyrnið. Kyrnið má ekki tyggja. Eftir gjöf skal gefa barninu að drekka til að tryggja að allt kyrnið hafi verið gleypt.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar mjög fljótt að virka en nokkrir dagar geta liðið þangað til að einkenni sjúkdóms minnkar.

Verkunartími:
Nokkrir klukkutímar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi og lakkrís getur aukið verkun lyfsins.

Geymsla:
Geymist í lokuðum upprunarlegum umbúðum til varnar gegn ljósi við lægri hita en 30°C. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Fargið lyfinu 60 dögum eftir að pakkning lyfsins var fyrst opnuð.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið eða gefðu barninu lyfið um leið og þú mannst eftir því. Næsti skammtur er síðan tekinn á venjulegum tíma jafnvel þó tveir skammtar séu teknir á sama tíma.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
EKKI hætta töku lyfsins nema í samráði við innkirtlalækni. Skammtar eru yfirleitt minnkaðir smám saman. Ef meðferð er skyndilega stöðvuð getur barnið orðið mjög slappt á stuttum tíma.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef barnið fær stærri skammt af Alkindi en það á að fá skaltu hafa samband við innkirtlalækninn eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) eins fljótt og auðið er.

Langtímanotkun:
Barksterar geta haft áhrif á vöxt sem getur verið óafturkræf. Því er nauðsynlegt að fylgjast reglulega með vexti, blóðþrýstingi og almennri vellíðan meðan á meðferð stendur. Skammtar eiga að vera eins lágir og mögulegt er. Of hár skammtur einkennist með óvenju mikilli þyngdaraukningu ásamt minnkuðum vexti eða öðrum einkennum eða merkjum um Cushing heilkenni.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkanir af barksterum tengjast magni og lengd meðferðar. Minni líkur eru á aukaverkunum þegar lyfið er notað sem uppbótarmeðferð. Flestar aukaverkanir ganga til baka með lægri skömmtum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Geðrof ásamt ofskynjunum og óraði, geðhæð eða sæluvíma        
Magabólga og ógleði          
Blóðlýting (alkalosis) vegna kalíumskorts          

Milliverkanir

Greipaldinsafi og lakkrís getur aukið virkni lyfsins. Lyf sem milliverka við Alkindi getur haft áhrif á styrk lyfsins í blóði og aukið hættu á aukaverkunum, einkum nýrnahettufári. Því gæti þurft að aðlaga lyfjaskammt með tilliti til þeirra lyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með kyngingarerfiðleika
  • þú sért fyrirburi sem fær ekki næringu um munn

Meðganga:
Lyfið má nota á meðgöngu sem uppbótarmeðferð. Lyfið berst yfir fylgju.

Brjóstagjöf:
Lyfið má nota sem uppbótarmeðferð meðan á brjóstagjöf stendur. Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlar eldra fólki.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Annað:
Uppbótarmeðferðir með barksterum hjá einstaklingum með vanstarfsemi nýrnahetta valda ekki ónæmisbælingu og eru því ekki frábending hvað varðar gjöf lifandi bóluefna.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.