Kenacort-T

Barksterar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tríamcínólón

Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb | Skráð: 1. febrúar, 2019

Kenacort-T inniheldur virka efnið tríamcínólón. Lyfið er notað til innspýtingar í liði eða í rassvöðva til að bæla ónæmiskerfið vegna iktsýki, ofnæmiskvefs, ofnæmisastma eða ákveðinna húðsjúkdóma. Lyfið er langvirkur sykursteri sem er frekar torleysanlegur sem gerir það að verkum að það frásogast hægt frá innspýtingarstað og hefur langan verkunartíma. Ekki er alveg ljóst hvernig verkunarmáti sykurstera er en áhrif staðbundinnar innspýtingar eru talin stafa af bólgueyðandi áhrifum sykurstera. Bólgueyðandi áhrif þessa lyfs eru u.þ.b. 5 sinnum meiri en hýdrókortisóns.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í lið eða vöðva

Venjulegar skammtastærðir:
Í vöðva: 40-100 mg (1 - 2,5 ml), mismunandi eftir ábendingum. Í lið: 10-40 mg (0,25 - 1 ml).

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir notkun og ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Yfirleitt 2-4 vikur eða jafnvel lengur. Við frjókornaofnæmi getur lyfið gefið einkennaleysi út frjókornatímabilið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita, til varnar gegn ljósi, þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki geyma í kæli og má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Stungulyfið er alltaf gefið af lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Stungulyfið er alltaf gefið af lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að fá upplýsingar um áhættu og ráðleggingar um til hvaða aðgerða skal grípa. Litlar líkur eru á bráðri ofskömmtun.

Langtímanotkun:
Meiri hætta er á að aukaverkanir lyfsins komi fram.


Aukaverkanir

Almennar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Við endurteknar sprautur í liði geta þó aukaverkanir komið fyrir. Aukinn sársauki og enn minni hreyfigeta í liðnum geta bent til þess að sýking hafi komist í liðinn.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Beinþynning          
Bjúgur, hækkaður blóðþrýstingur          
Blæðingatruflanir (konur)          
Bólga, verkur og hitatilfinning í liðnum sem sprautað var í          
Fitusöfnun í andliti og á bol          
Skapgerðarbreytingar          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Sýkingar og sár gróa hægar          
Sykursýki versnar og dulin sykursýki getur brotist fram          
Útbrot, kláði eða öndunarerfiðleikar      
Vaxtarhömlun hjá börnum          
Vöðva- og húðrýrnun          
Gláka          

Milliverkanir

Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með beinþynningu
  • hvort þú sért með eða hefur verið með sár í maga eða skeifugörn
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með háþrýsting
  • þú sért með hjartabilun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með staðbundna veiru- eða bakteríusýkingu, t.d. berkla eða lekanda
  • þú sért með geðrofssjúkdóm
  • þú hafir verið bólusettur nýlega eða þurfir á bólusetningu að halda

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Hætta er á að lyfið valdið vansköpun.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Sömu eða minni skammtar og eru notaðir handa fullorðnum. Ekki ætlað börnum yngri en 6 ára ef þau gætu fengið alvarleg ofnæmislík einkenni. Lyfið inniheldur rotvarnarefni sem gæti valdið eiturverkunum og ofnæmisviðbrögðum hjá ungabörnum og börnum að 3ja ára aldri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og öðrum aukaverkunum sem dregur úr hæfni til aksturs.

Áfengi:
Getur aukið líkur á myndun magasárs af völdum tríamcínólóns. Haltu neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.

Annað:
Til að fyrirbyggja sársauka í liðnum skal hvetja sjúklinginn til að halda kyrru fyrir í allt að 12 klst. eftir sprautuna.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.