Testosterone Teva

Karlhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Testósterón

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 16. febrúar, 2023

Testósterón er karlhormón. Það myndast í mestu magni í eistum karla en líka í litlu magni í eggjastokkum kvenna og nýrnahettum hjá báðum kynjum. Hormónið hefur áhrif á líkamsbyggingu, kynfæri, fitudreifingu, efnaskipti og hárvöxt en hefur auk þess vefjauppbyggjandi verkun. Testosterone Teva er gefið karlmönnum ef lítið eða ekkert myndast af því í líkamanum, t.d. vegna sjúkdóma eða erfðagalla.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
1000 mg í senn á 10-14 vikna fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn. Allt lyfið er að lágmarki 1 ár að losna úr lyfjaforminu.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Lakkrís getur þó hugsanlega dregið úr áhrifum testósteróns.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni testósterónskorts koma aftur þegar notkun lyfsins lýkur. Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru notaðir eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Það þarf að taka blóðprufur og mæla styrk testósteróns í sermi reglulega. Eins þarf að fylgjast með blöðruhálskirtli og brjóstum.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins stafa allar af almennum áhrifum karlhormóna, þær eru háðar skömmtum og meðferðarlengd. Algengasta aukaverkunin er verkur á stungustað.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Bólur og kláði í húð          
Brjóstastækkun, eymsli í brjóstum          
Erting á stungustað          
Gula          
Höfuðverkur, sundl          
Kæfisvefn          
Liðverkir          
Niðurgangur          
Taugaveiklun, aukin líkamsþyngd, langvinn og tíð stinning          
Útbrot og mikill kláði          
Verkur í eistum, truflun á starfssemi blöðruhálskirtils          
Öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Testósterón getur aukið áhrif blóðþynnandi lyfja. Ekki er ráðlagt að gefa testósterón samhliða barksterum þar sem það eykur líkur á bjúgmyndun. Notkun andrógena (testósteróns) getur minnkað insúlínþörf hjá sykursjúkum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sjúkdóm í blöðruhálskirtli
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með krabbamein
  • þú sért með kæfisvefn

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum. Það getur aukið líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað drengjum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulega ekki notað. Takmörkuð reynsla af notkun lyfsins hjá einstaklingum eldri en 65 ára.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.