Vinorelbin Actavis

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Vínorelbín

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 24. október, 2008

Vinorelbin Actavis inniheldur virka efnið vinorelbín. Vinorelbín er frumu- og æxlishemjandi lyf og tilheyrir flokki lyfja sem kallast vincaalkalóíðar. Vinorelbin Actavis er notað til að meðhöndla ákveðnar tegundir lungna- og brjóstakrabbameins. Lyfið er eingöngu ætlað til notkunar á spítölum undir eftirliti læknis með sérfræðiþekkingu í krabbmeinslyfjameðferðum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslisþykkni, lausn.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammturinn fer eftir þeim sjúkdómi sem verið er að meðhöndla, svörun þinni við meðferðinni og öðrum lyfjum sem þú færð. Vandlega verður fylgst með almennu ástandi þínu og svörun þinni fyrir vínorelbínmeðferðina, á meðan á henni stendur og eftir að henni lýkur. Venjulegur skammtur af vínorelbíni er 25-30 mg/m2 líkamsyfirborðs, gefinn einu sinni í viku. Þynna þarf lyfið fyrir notkun með salt- eða glúkósalausn og gefa það í bláæð með inndælingu á 6-10 mínútum eða með innrennsli (dreypi) á 20-30 mínútum. Eftir meðferðina er saltvatnslausn notuð til að skola æðina.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki drekka heita drykki samtímis töku lyfsins.

Geymsla:
Geymið í kæli (við 2°C - 8°C). Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Má ekki frjósa. Sýnt hefur verið fram á eðlisefnafræðilegan og örverufræðilegan stöðugleika lyfsins eftir þynningu í ráðlagðri innrennslislausn í 24 klst. við 2-8°C og 25°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði ætti að nota lyfið tafarlaust.

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka skammtinn sem gleymdist. Láttu lækni alltaf vita ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun getur valdið alvarlegri beinmergsbælingu með hita og sýkingu, einnig hefur verið tilkynnt um garnalömun. Mælt er með að meðhöndla einkennin með blóðgjöf og breiðvirkum sýklalyfjum. Ekkert þekkt mótefni er til.

Langtímanotkun:
Árangur meðferðarinnar er metinn reglulega af lækni.


Aukaverkanir

Ef einhverjar af eftirtöldum alvarlegu aukaverkunum koma fram skaltu þegar í stað leita til læknis: Sjaldgæfar - Mæði og þrenging í öndunarvegi (berkjukrampi). Mjög sjaldgæfar - Brjóstverkur sem gæti færst yfir í hálsinn aftanverðan og handlegg, vegna minnkaðs blóðflæðis til hjartans (hjartaöng). Hjartaáfall (hjartadrep). Tíðni ekki þekkt - Útbreidd og mjög alvarleg ofnæmisviðbrögð. Einkenni geta verið skyndilegt más, bólgnar varir, tungu og hálsi eða líkama, kyngingarerfiðleikar, útbrot, svimi, yfirlið (bráðaofnæmi, ofnæmislost, ofnæmislík viðbrögð).

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Berkjukrampar, mæði, verkur fyrir brjósti        
Hár eða lágur blóðþrýstingur          
Húðútbrot, kláði          
Niðurgangur          
Ofnæmi, jafnvel ofnæmislost          
Skyntaugatruflanir          
Þvaglátstregða, aðrir þvagfærakvillar          
Beinmergsbæling (sem leiðir aðallega til daufkyrningafæða)          
Blóðflagnafæð          
Munnbólga, ógleði og uppköst. Harðlífi, þróast sjaldan í garnalömunarstíflu. Vélindabólga.          
Vægar til meðal alvarlegar bakteríu-, veiru- eða sveppasýkingar á mismunandi stöðum (öndunarfæri, þvagfæri, meltingarfæri)        
Tímabundin hækkun á gildum lifrarprófa án klínískra einkenna          
Hárlos, venjulega minniháttar          
Vöðvaverkir, liðverkir þ.m.t. verkir í kjálka          
Hækkuð kreatíníngildi          
Viðbrögð á stungustað geta verið roðaþot, sviði, upplitun á æðinni og staðbundin bláæðarbólga          
Máttleysi, þreyta, hiti, verkir á mismunandi stöðum s.s. brjóstverkir og verkir á æxlisstað          
Hjartasjúkdómar með blóðþurrð          

Milliverkanir

Vinorelbin Actavis má ekki nota með bóluefni við gulusótt eða lifandi veikluðu bóluefni. Ekki mælt með samhliða notkun Fenytoin og Ítrakónazól. Einnig skal gæta varúðar við samhliðanotkun með Ciklósporín, Tacrólímus, Mítómýcín C, greipaldinsafa og Jóhannesarjurt.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið hjartaáfall
  • þú hafir nýlega fengið mikinn niðurgang eða uppköst
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú hafir verið bólusettur nýlega eða þurfir á bólusetningu að halda
  • að hluti maga eða smáþarma hafi verið fjarlægður með skurðaðgerð
  • þú hafir nýlega fengið sýkingu
  • þú sért með slæma lungnastarfsemi

Meðganga:
Lyfið getur valdið fósturskaða. Ekki má nota lyfið á meðgöngu. Ef þú ert kona á barneignaraldri verður þú að nota örugga getnaðarvörn á meðan á meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að meðferð lýkur.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið á meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Gæta skal varúðar vegna hugsanlegra aukaverkana.

Áfengi:
Áhrif áfengis á lyfið eru ekki að fullu þekkt.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Körlum í vínorelbínmeðferð er ráðlagt að geta ekki barn meðan á meðferð stendur og í allt að 6 mánuði (lágmark 3 mánuði) eftir lok meðferðar. Konur á barneignaraldri þurfa að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í allt að 3 mánuði eftir að meðferð líkur og ættu að láta lækninn vita ef þær verða þungaðar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.