Flagyl

Lyf gegn frumdýrum | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metrónídazól

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. desember, 1972

Metrónídazól er sýkladrepandi lyf. Það verkar á margar tegundir baktería og sníkjudýra sem geta valdið sýkingum í kynfærum, meltingarvegi, loftvegum, munni og beinum. Ólíkt mörgum sýklalyfjum berst metrónídazól í miðtaugakerfið og gagnast því við bakteríusýkingum þar. Það er líka notað útvortis við sýkingum í húð, og í sumum tilfellum að fyrirbyggja sýkingar vegna aðgerða. Lyfið er einnig notað við Crohns sjúkdómi. Flagyl þolist almennt vel, aukaverkanir þess verða mjög sjaldan það alvarlegar að hætta þurfi meðferð með því.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku, legstílar og innrennslislyf í æð.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru háðir gerð sýkingar. Legstílar: 500 mg á dag í 6 daga. Töflur: 400-2400 mg á dag. Börn: 15-50 mg á hvert kg líkamsþyngdar á sólarhring. Töflurnar takist með vatnsglasi. Má ekki mylja þær. Innrennslislyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er, hvaða lyfjaform er notað og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Verkunartími:
6-12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið eins lengi og læknir segir fyrir um. Hætti lyfjanotkun of snemma aukast líkur á því að sýkingin nái sér aftur á strik.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru notaðir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni, t.d. náladofa eða uppköst, skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Metrónídazól er sjaldnast notað lengur en 10 daga í senn.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru oftast tíðari eftir því sem skammtar eru stærri. Algengustu aukaverkanirnar eru óþægindi frá meltingarvegi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á bragðskyni, skán á tungu          
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Höfuðverkur          
Kviðverkir, niðurgangur          
Náladofi eða slappleiki í útlimum        
Ógleði og uppköst          
Skapgerðarbreytingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með taugasjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Aðeins sum lyfjaformin eru ætluð börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Metrónídazól hindrar niðurbrot efna sem myndast úr áfengi og það getur valdið miklum óþægindum. Láttu a.m.k. tvo daga líða frá því að meðferð lýkur þangað til að áfengis er neytt.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.