Zeposia

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ozanimod

Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb | Skráð: 20. maí, 2020

Zeposia inniheldur ónæmisbælandi lyfið ozanimod. Það er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með MS-sjúkdóm og til meðferðar hjá fullorðnum með miðlungsvirka eða mjög virka sáraristilbólgu sem hafa ófullnægjandi svörun, hafa misst svörun eða þoldu ekki annaðhvort hefðbundna meðferð. Ozanimod tilheyrir flokki lyfja sem geta dregið úr fjölda hvítra blóðkorna (eitilfrumna). Í meðferð við MS hjálpar Zeposia til við að verjast árásum á taugarnar með því að hindra að ákveðin tegund hvítra blóðkorna nái til heilans og mænunnar þar sem þau geta valdið bólgu og skemmt hlífðarlag tauganna. Í meðferð við sáraristilbólgu hindrar Zeposia að ákveðin tegund hvítra blóðkorna komist inn í vefinn sem þekur görnina að innan og dregur þannig úr bólgum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,92 mg einu sinni á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksþéttni lyfsins í blóði næst eftir 6-8 klst.

Verkunartími:
Zeposia verður til staðar í líkamanum í allt að 3 mánuði eftir að þú hættir að nota það.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá við lægri hita en 25°C.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti af Zeposia skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Hins vegar, ef þú gleymir skammtinum allan daginn, skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næsta skammt á venjulegum tíma. Það á ekki að taka tvöfaldan skammt.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að taka Zeposia án þess að ræða fyrst við lækninn.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú notar stærri skammt af Zeposia en mælt er fyrir um, skaltu hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöðina (sími 543 2222) eða fara strax á sjúkrahús. Taktu lyfjapakkninguna og fylgiseðilinn með þér.

Langtímanotkun:
Langtímanotkun virðist vera án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Áblástur, ristill          
Aukin hætta á sýkingum          
Bólga í nefi og koki          
Hægur hjartsláttur, háþrýstingur          
Höfuðverkur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði          
Eitilfrumnafæð          

Milliverkanir

Hugsanlegt er að áhrif bólusetninga séu skert meðan á meðferð með ozanimodi stendur og í allt að 3 mánuði eftir að henni lýkur. Notkun lifandi veiklaðra bóluefna getur haft sýkingarhættu í för með sér og því skal forðast slíka bólusetningu meðan á meðferð með ozanimodi stendur og í allt að 3 mánuði eftir að henni lýkur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með krabbamein
  • þú sért með sýkingu

Meðganga:
Það má ekki nota Zeposia á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið skilst út í brjóstamjólk og það á ekki að nota lyfið með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.

Eldra fólk:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun hjá eldra fólki.

Akstur:
Lyfið hefur engin áhrif á aksturshæfni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.